Fálkinn


Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 4

Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 4
séð & heyrt Vivien Leigh lítur nú betur út en nokkru sinni fyrr. Hún heldur áfram að leika og hér á myndinni er hún að leggja upp í leikför til Nýj- orkar, þar sem hún er ráðin til þess að leika í söngleik sem saminn er upp úr leikritinu Tovar- ich. Konur meta háhælaða skó mikils, enda ku þeir vera fundnir upp af konunni, sem var kysst á ennið. En læknar eru ekki sama sinnis og konurnar. Þeir segja, að háhælaðir skór valdi bakverk og öklarnir verði veik- burða o. s. frv. Læknar eru ekki einir um að gagnrýna skófatnað þennan. Tryggingar- félögum er mjög í nöp við 'háhælaða skó, og einnig eru lögregluþjónar og umferðarsérfræð- ingar sömu skoðunar. Þessir menn telja, að kona, sem er í háhæluðum skóm og aki bif- reið, hafi ekki nægilega stjórn á petölum bifreiðarinnar. Og svo eru lágvaxnir karlmenn mjög á móti háhæluðum skóm, — en það er önnur saga. Yfirvöld í gömlum og grónum þorpum hafa á síðari árum neyðzt til þess að leggja asfalt- lag yfir göturnar, sem lagðar voru hellustein- um, en hinum mjóu hælum var einkar lagið að komast niður á milli hellna, enda hafði oft verið viðkvæðið hjá konum, isem heimsótt höfðu slíkar götur, að betur hefði verið heima setið en að fórna þrennum skóm í gömlum ferða- mannabæ. Bandaríkjamenn eru hugvitssamir. Einn af því þjóðerni stofnaði fyrir nokkrum árum skrif- stofu í París. Við getum kallað hana snobb- skrifstofuna, því að hún stofnaði til kynna milli vellríkra olíukónga og franskra aristokrata af gömlum og göfugum ættum, mönnum sem höfðu gnægð af bláu blóði en lítið af gulli handa á milli. Fyrir nokkrum árum var gerð skoðanakönnun með- al skólabarna í Frakklandi. Kannað var, hverjum börnin vildu helzt líkjast og hvaða menn væru mestir í þeirra augum. Stúlkurnar dáðu mest Ginu Lollo- brigidu, söngvarann Tino Rossi og Mozart. En dreng- irnir vildu helzt líkjast Pasteur, Napoleon og Aga Khan. Okkur er spurn: Hver skyldi niðurstaðan verða hér á landi, ef efnt væri til slíkrar skoðanakönnunar? Menn ættu að fara varlega í áróðri sínum- um. Eitt sinn hélt Kennedy forseti sjón- varpsræðu og hvatti þar landa sína til þess að sýna líkama sínum rækt, leggja stund á íþróttir og gönguferð- ir skyldu menn fara. Hann sagði, að bandaríkjamenn þyrftu að venja sig af hóglífinu. Hann hvatti menn til þess að fara í morgunleikfimi áður en þeir hæfu störf sín. Og hverjir eru svo það, sem fyrstir tóku orð hans til greina? Starfsfólkið á Tass- fréttastofunni rússnesku við Rockefellertorg. Á hverjum morgni má heyra rússneska, klassiska tónlist út um gluggann, — og und- ir þessari tónlist, iðka allir leikfimi í fimm mínútur, og ekki einu sinni sendisveinninn sleppur undan því. ★ Haydn var lærimeistari Mozarts. Mozart veðjaði einu sinni við meistarann, að hann gæti samið tónverk, sem Haydn gæti ekki leikið. Eftir um það bil fimm mínútur rétti Mozart meistara sínum handrit. „Hvað er þetta?“ hrópaði Haydn, þegar hann hafði leikið nokkrar nótur. „Hvers vegna er hér nóta, sem slá skal á miðju nótnaborð- i inu, meðan báðar hendurnar eru önnum kafn- 'ar út til hliðanna? Slíkt getur enginn mað- ur leikið.“ : ,.| Mozart settist brosandi við píanóið, og þeg- \V ar kom að þessari vandleiknu nótu, beygði hann sig niður og sló hana með nefinu. ★ -— Bjartsýnis- maður, sagði Victor Borge, er sá maður, sem ekki getur látið tekjur og gjöld WBm < ' %Wm á ársreikningn- um standast á og fer þess HH gH !*mwWM&k 'WyWÆKSm vegna á vín- og veitingahús, drekkur þar kampavín og borðar ostrur. í þeirri von, að í einhverri þeirra leynist perla, sem ekki aðeins borgi veizluna, heldur lika tapið á árinu, sem er að líða. k Nikita Krúsjeff er gleðimaður talinn. Eitt sinn í veizlu, sem haldin var í Kreml, lék hljómsveitin hvern Strauss-valsinn á fætur öðrum. Krúsjeff hlustaði á tónlistina þunnu eyra, en sagði síðan: — Jæja, -hann Strauss frá Vínarborg er að minnsta kosti miklu betri en nafni hans í ríkisstjórn Adenauers. 4 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.