Fálkinn


Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 14

Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 14
MADAME THÉRÉSIA KONUR í LÍFI NAPOLEONS Þessi klæðnaður hennar var ef til vill of djarfur. Eh hver skyldi voga sér að klæðast þess- uei kjól, ef ekki Thérésia Tallien, hetja byltingarinnar cg fegursta kona Frakklands. I kvcld mundi hún hitta nýjan gest, Napoleon Bonaparte, hershöíðingja ... Það var heimsóknartími í salarkynnum madame Tallien. Stórhjólaðir vagnarnir, háir eins og rómverskir stríðsvagnar, stönzuðu fyrir utan „La Chaumiere", hina glæsilegu villu við Champs-Elysées. Frúin sjálf dvaldist í snyrtiherbergi sínu á annarri hæð. Hún átti erfitt með að ákveða hvaða kjól hún ætti að klæðast. Auk þess sem hún ætlaði að halda hátíðlegt afmæli sitt þennan dag, vildi hún koma hinum tignu gestum sínum á óvart. Hún þekkti raddirnar, sem bárust að neðan. Hin háa rödd manns hennar, Jean Lambert Talliens, blandaðist skrækri og tilgerðarlegri rödd, sem gaf til kynna, að de Beauharnais greifynja væri komin. Thérésia Tallien festi umhyggjusamlega blóðrautt silkiband um hvítan, grannan háls sinn. Það var afmælisdagurinn hennar í dag og hún átti „eins árs afmæli.“ Á þessari stundu þessa dags ,,endurfæddist“ hún fyrir einu ári síðan. Hún hafði setið við snyrtiborðið sitt einmitt eins og nú. Hið eina, sem munaði, var að þá bjó hún í Versölum. Her- mennirnir, er sóttu fórnarlömb til þess að mata fallöxina, boð- uðu ekki komu sína með því að berja að dyrum. Þeir brut- ust inn í svefnherbergi hennar og fluttu hana á ruddalegan hátt út í fangavagninn og þaðan átti að flytja hana í fang- elsið. Þeir höfðu þegar klippt af henni hárið og skorið burt kragann, þegar henni tókst að flýja. Lengi vel voru þeir svo undrandi, að þeir áttuðu sig ekki á því, að veita henni eftirför strax. Það var svo sjaldgæft, að nokkur reyndi að koma sér undan. Hún komst til húss ástmanns síns, Jean Lambert Talliens, og barði ákaft að dyrum. Hún heyrði þung fótatök hermannanna, sem veittu henni eftirför, upp ' stigann. En rétt áður en þeir náðu henni, tókst henni að stinga bréfmiða undir dyrnar. Réttarhöldin tóku fimm mínútur. Dómurinn hljóðaði upp á ólýðræðislegt athæfi og hegningin var eins og við mátti búast. Biðtíminn í fangelsinu var óþolandi. Vonin breyttist hægt og hægt í örvæntingu, unz grá skíma dagsins þrengdi sér inn um rimla fangelsisgluggans. Mundi Jean Lambert Tallien ná að lesa í tæka tíð skilaboðin frá henni? Þá kváðu skotin við. Skot, hróp og hófatak. Gleðióp, sem aldrei ætluðu að taka enda. Robespierre er fallinn, Tallien hafði náð í tæka tíð — og Thérésiu var bjargað! Hið fyrsta sem hún gerði, þegar hún sjálf hafði sloppið úr fangelsinu, varð að sjá um að hinir fangarnir væru einnig látnir lausir. Það var um þúsundir manna að ræða. Enda þótt 14 FÁLKINN fallöxin ynni fljótt og vel, voru fangelsin fyllt jafnótt og höfðu síðustu þrjú árin verið troðfull. Og Thérésiu var ekið um bæinn sem sigurvegara í skrautvagni. Hestarnir voru spenntir frá, vagninn fylltur af blómum og fólkið reifst um að fá að draga hann. Kjóllinn hennar var skítugur og gauð- rifinn og hár hennar hafði verið klippt með saxi. Samt brosti hún svo að skein í krítarhvítar tennurnar, svört augu hennar ljómuðu og hún var hin fegursta gyðja, sem Parísarbúar höfðu augum litið. Mæður lyftu börnum sínum, svo að þau gætu séð madonnu lífsins, sem hafði stöðvað blóðflauminn og útrýmt angistinni úr hjörtum borgarbúa. Madame Tallien hafði nú valið þann kjól, sem hún hugðist klæðast. Hún klæddi sig í grískan kjól úr næfurþunnu, rauðu ciffoni. Á fætur sér dró hún ilskó úr gulli, setti gull- orm um annan öklann og stillti sér síðan upp fyrir framan spegilinn. Þessi klæðnaður hennar var ef til vill einum of djarfur. í rauninni var þetta alls enginn klæðnaður! En hver skyldi voga sér að klæðast þessum kjól, ef ekki Thérésia Tallien, hetja byltingarinnar, fegursta og bezt vaxna kona Frakklands, sú sem réði tízkunni meðal fína fólksins. Hún sem hafði skapað hinn nýja, einfalda móð, sem eingöngu fagrar konur voguðu sér að fylgja. — Hún lagfærði svart og liðað hár sitt enn einu sinni, lagfærði rauða hálsbandið og gekk síðan ánægð niður stigann til þess að taka á móti gestum sínum. Það átti víst að koma nýr gestur í dag, ung- ur hershöfðingi, snillingur frá Korsiku. Thérésia elskaði ný andlit, sérstaklega karlmannsandlit. Hún gekk inn í salinn og brosti á töfrandi hátt. Hann var fölur, hversdagslegur útlits og smávaxinn. Hann hét Napoleon Bonaparte, og hann var á hælunum á henni eins og kjölturakki allt kvöldið, — þögull og graf- alvarlegur. — Ég óska þér til hamingju með nýja aðdáandann, hvísl- aði Josephine de Beauharnais í eyra henni. — Hann lítur út eins og alltof gamall kórdrengur. — Ekki alveg, sagði Thérésia. — Ekki þessi augu og þessi vangasvipur. Hún virti hinn unga hershöfðingja fyrir sér rannsakandi augnaráði. — Hugsaðu þér, ef við klæddum hann úr þessum lörfum og færðum hann í nýjan og glæsilegan einkennisbúning. Ég hugsa að þetta sé ungur maður, sem eigi mikla framtíð fyr- ir sér. Síðan gekk hún brosandi til hans, svörtu augun hennar ljómuðu og hún bað hann setjast við hlið sér. — Það er sagt, að þér séuð snillingur, sagði hún og lagði

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.