Fálkinn


Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 31

Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 31
hans hvarf, og krampakenndur titring- ur líkamans hætti. Ég breiddi poncho- inn yfir hann og strauk um hár hans, um leið og ég muldraði: — Nú, nú, drengur minn .... nú, nú....... Ég tók eftir, að tár hrundu af hvörm- um hans og spurði lágmæltur: — Hvað hefur komið fyrir, Pepe? Það leið á löngu, áður en hann gat svarað. Röddin var aðeins hást hvísl: — Lögreglan hefur vísað mér frá E1 Flaeo..... Kjökrandi faldi hann höfuðið í skauti mér. Hvorar viltu eiga? spurði ég. — þær gráu eða hvítu? Pepe leit niður á spánýja skóna sína og benti strax á hvítu buxurnar. Síðan stóðum við aftur úti á Avenida O’Higgins. Við vorum nýkomnir til Santiago frá San Fernando, og Pepe féllst á það með mér, að klænaður hjarð- sveins færi ekki beint vel á götum borg- arinnar. Hann kunni þó dálítið illa við sig í nýju fötunum og vissi ekki, hvern- ig hann ætti að bera poncho-inn, það eina, sem hann átti, en flutti hann stöð- ugt handa milli. — Nú, Pepe, hóf ég máls. — Hvaða áætlanir hefur þú nú? Ætlarðu að snúa aftur heim .... reyna að finna móður þína? Pepe horfði skilningslaust á mig. — Móður mína. Ég hélt. . . Ótta- sleginni röddu greip hann fram í fyrir sjálfum sér. — Viltu þá ekki hafa meira saman við mig að sælda? Ég brosti órólegur og óstyrkur. Það var erfitt að skýra út, að ég myndi nú ferðast heim til Norðurlanda, og að fá- tækur Chilebúi mundi varla fá utan- fararleyfi. — Ég fer burt frá Chile, og land mitt er svo langt í burtu..... Enn þann dag í dag get ég heyrt ör- væntinguna í þessum fáu orðum: — Que será de mi? Hvað verður um mig? Ég svaraði ekki. Við gengum af stað upp eftir breiðgötunni. Ég mátti ekki hugsa mig um. Ef til vill gat ég fundið lausn, ef til vill gæti ég tekið hann með. .... Ég náði aldrei að hugsa málið til enda. Lögreglumaður kom á móti okkur og bar höndina upp að húfunni í kveðju- skyni, um leið og hann stöðvaði okkur. — Perdóneme , sennor, sagði hann og hélt áfram á ensku: — Ég vona að dvöl yðar á Chile hafi verið vel heppnuð! .... Og er ég stóð þarna eins og þvara, bætti hann við brosandi: — Tening- arnir! Þá mundi ég eftir honum. Ég hafði hitt hann í borgaralegum klæðum í vínstúku, og hann hafði útskýrt fyrir mér hina göfugu list peningaspilsins. — Þakka yður fyrir, þakka yður kærlega fyrir. Sérlega vel heppnuð! Ég neyddi mig til að endurgjalda vingjarnlegt bros hans. Ég hafði tekið eftir, að Pepe hafði hörfað dálitið til baka og stóð að nokkru leyti í skjóli við mig. Lögreglumaðurinn kinkaði kolli í átt til Pepes. — Er hann í fylgd með yður? Ég snerist á hæli og greip í hönd drengsins. — Já, Pepe er bezti vinur minn! Lögreglumaðurinn virti fyrir sér nýju fötin hans og hárið, sem hékk í flygs- um niður yfir kragann. — Hefði ég rekizt á hann einan í þessum búningi og með þetta hár, hefði ég tekið hann fastan fyrir þjófnað! Hlæjandi sté hann eitt skref áfram og teygði sig eftir jakkauppbroti Pepes. Það skeði allt svo snögglega, að ég gerði mér varla grein fyrir því. Pepe Ég les alltaf þætti þína og hef gaman af. Nú langar mig að biðja þig að spá fyrir mig. Ég er fædd í Reykjavík kl. 2.00 að degi til. Fæðingardegi og ári óskast sleppt til birt- ingar. Ég er skapgóð, en ef ég reiðist, þá reiðist ég illa. Ég er búin að vera með strák, sem fæddur er .... í nærri ár. Við erum mjög hrifin hvort af öðu. Svo er annar strákur alltaf á eftir mér, sem fædd- ur er .... en ég vil ekkert með hann öðruvísi heldur en sem vin. Vinsamlega sleppið fæðing- ardegi og ári mínu og strák- anna. Með fyrirfram þakklæti. Jóhanna. » Svar til Jóhönnu. Þú fæddist þegar sól var 0° í merki Nautsins og 51’ betur. Máninn var 26°48’ í merki Bogmannsins og hið rísandi merki var 5° í merki Meyjarinnar. Sólin var í ní- unda húsi við fæðingarstund þína um tvö leytið, þannig að síðar á ævinni muntu ger- ast talsvert trúarlega sinnuð og jafnvel hafa gaman af heimspekilegum bollalegging- uum. Trúlegt er að þú eigir eftir að inna einhver störf af hendi í þágu þessara þátta. Máninn fellur í fimmta hús, sem bendir til þess að öðrum finnist þú vera fremui skemmtileg og þú munt eiga auðvelt með að koma öðrum í gott skap viljurðu það við hafa. Þú hefur einnig talsvert næman skilning á eðli og hugsunarhætti barna og jafn- framt tilfinningalífi þeirra. Merki Bogmansinns á geisla fimmta húss veldur löngun eftir fjölbreytni í ástmálun- um og hvert slíkt ástarævin- týri getur verið fullt ástríðu- þunga og að því er virðist fullt öryggis. Svo kemur löng- un til að breyta aftur til og reyna eitthvað nýtt og svona gengur það aftur og aftur. Að því er börn áhrærir þá er þetta merki fremur hagstætt og gefur til kynna fremur heilsugóð börn, en jafnframt má búast við að þau seilist áberandi til ráðríkis og er því nauðsynlegt að sýna þeim einbeitni. Sveinbörn verða í meirihluta. Merki Fiskanna á geisla sjöunda húss bendir til nokk- urra skýjaborga í sambandi við ástamálin og hjónabandið, en áberandi er þörf á því að sameina þessar skýjaborgir hinu hagræna og hlutræna því að öðrum kosti getur orðið um talsverðar blekkingar að ræða. Þetta merki bendir oft til fíeiri en einnar giftingar, því aðskilnaður getur annað hvort orðið sakir óviturlegra athafna makans, sakir lifn- aðarhátta hans eða vanstilltra geðsmuna. Þannig að allt þetta bendir til þess að þér sé brýn nauðsyn til þess að fara mjög með gát í ástamálunum. Satt að segja fyndist mér einna eðlilegast af þér að bíða með giftingarhugleiðingar að minnsta kosti þangað til þú ert 19 ára en þá eru nokkuð hagkvæmar afstöður fyrir hendi til giftingar. En beztu möguleikar þínir yrðu þó síð- ar, ef þú hefðir þolinmæði til að bíða fram yfir tuttugu og fimm ára aldur, en þá yrði þróun mála milli þín og gam- als vinar þannig að hjóna- band gæti hlotizt af. Það álít ég að yrði hið varanlegasta í þessum efnum. Á þann hátt myndirðu einnig stíga talsvert í áliti, því þessi maður verður vel stæður með tímanum, þótt hægt fari. Einn af betri þáttum þín- um það er nám á listrænum hlutum og ég álít að þá hafir talsverða hæfileika. Ekki endi- lega til að skapa þér heims- frægð, því það er í sjálfu sér ekkert markmið heldur að verða sjálfum sér til ánægju og yndisauka. Ástundun þeirrar listrænu sköpunar, sem þú kannt að hafa mestan hug til mundi gera þér lífið mikið léttara, og veita happa- sælli atbrðum inn í líf þitt. Svo við víkjum að síðustu spurningunni um hvor pilt- urinn ætti betur við þig frá sjónarhóli stjörnuspekinnar þá er það tvímælalaust sá þeirra, sem fæddur er 1. nóv. ☆ ★ ☆ fXlxinn 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.