Fálkinn


Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 23

Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 23
Æsibragur föður hans, hrukkurnar á enni hans og ógnandi augnaráð undir loðnum brúnabrúskum! Hann litast um til að leita hjálpar hjá Kristínu. Hún er þá einmitt að koma út úr eldhúss- dyrunum með rjúkandi heitt vatn í tveimur fötum. Henni verður ekki um sel, er hún sér föður sinn standa þannig stjarfan frammi fyrir Alfreð. Setur föturnar frá sér til bróður síns. — Hvað hefur komið fyrir, Alfreð? — Ég er hræddur um, að ég hafi framið einhverja hræðilega heimsku, svarar Alfreð með grátstafi í rómnum. — Viðvíkjandi peningum frá mömmu... Kristín náfölnar. — Ó, guð hjálpi mér! Þú hefur þó ekki ljóstrað neinu upp ... . ? — Nú, ég hafði ekki hugmynd um, að það ætti að vera leyndarmál! Kristín þorði ekki að líta til föður síns. Hún heyrði aðeins þungan andar- drátt hans og finnur að hann horfir stöðugt framan í hana. Nú gengur hann ógnandi til hennar, eitt, tvö, þrjú skref. — Er það rétt, sem drengurinn var að segja? Eru peningarnir frá........ Hann þagnar. Veit ekki hvað hann á að kalla konuna, sem hann bæði elskar og hatar. Kristínu er ómögulegt að dylja föður sinn lengur sannleikans. Hún mælir ekki orð frá vörum, en þögn hennar er honum nægilegt svar. Það er eins og hei! veröld hrynji til grunna í hugskoti gamla malarans. Það hefur verið leikið með hann. Spilað með hann af svívirðilegri undirferli. Það sem honum skildist að væri tiltrú pen- ingamannsins, var þá ekki annað en — ölmusa, meðaumkun. Hann finnur sig óvirtan og sjálfstraust hans hefur beðið alvarlegan hnekki. — Það verður að ganga til baka! Öll- um samningum verður að segja upp! hvæsir hann fram milli samanbitinna varanna. En getur hann yfirleitt sagt samningnum upp, án þess að hrinda öllu um koll, leggja allt í rústir? Hann er gersamlega ráðalaus. Þá vindur hann sér frá þeim og geng- ur aftur heim til hússins, þungum skref- um. Hann er boginn í baki — örmagna gamalmenni. GORITSKY liggur á bálkinum í veiðikofa Frans Ektern og horfir upp að hrörlegu loftinu. Sólskinið smýgur inn um glufu og myndar bjarta ljósrák á gólfinu. Þannig hefur hann legið, frá því er Kristín hvarf frá honum kvöldið áður. Hann er sljór fyrir öllu, innantómur, útbrunninn maður. Stundir koma og stundir líða, en stöð- ugt hringsnúast sömu hugsanirnar í höfði hans. Hann heldur uppi hljóðum samræðum við sjálfan sig. — Berðu þig að því að komast burtu, segir hann við sjálfan sig. — En hvert á ég að halda? — Gildir einu hvert er. Hér getur þú ekki verið. Þeir koma! Þeir sem eru þegar á leiðinni! Nokkrar villidúfur renna sér yfir kof- ann og blaka vængjum. Goritsky rís upp við dogg og hlustar. Hér er ekkert að heyra, nema goluþytinn í furutopp- unum. Og þó er eins og eitthvað ískyggi- legt liggi í loftinu. Gorisky er fæddur og uppalinn í forsælu skógarins. Hann hefur næma heyrn og greinir hvert fjarlægt og framandi hljóð á þessum slóðum. Hvert smáþrusk, kall eða grein sem brotnar. Einhvers staðar heyrist smella í íkorna. Annar svarar. En svona kalla ekki raunverulegir íkornar. Þetta eru menn, sem reyna að gera sig skilj- ánlega hvorn fyrir öðrum, á máli skóg- ardýranna. Hann sprettur upp af bálkinum og gægist út úr kofanum. Framundan blas- ir við honum bjartur háskógurinn með boginvöxnum trjástofnum. Langt fyrir aftan hann byrgir þéttur kjarrskógur alla útsýn. Það skógarþykkni er óvin- ur hans. Voru ekki greinarnar að hreyf- ast? Var ekki mannshöfuð þarna, er fal sig í skyndi á ný? Hann beitir sig hörku til að halda sinni ískyggilegu rósemi. Hann rekur slagbrandinn frá hurðinni án þess að fara sér óðslega og gangur út úr kofan- um. Hann fylgir hátypptum furunum með augum, unz þau nema staðar við bláma himinsins, er greinist eins og gauðrifnar tætlur út um grænar fléttur greinanna. Þá hrekkur hann við. Brast ekki þurr grein undir þreifandi fæti? Eru ekki menn að hvíslast á þarna einhvers stað- ar? Hann pírir augum og lítur ekki andartak af kjarrþykkninu. Innan um greinafléttur skógarins sér hann skugga hreyfast. Hann sér Ijóslega móta fyrir honum. Svo hverfur hann aftur inní koldimmt þykknið. Óttinn sezt um hann eins og vofa. Þeir eru svo að segja búnir að klófesta mig, hugsar hann. Þeir leika sér að mér eins og köttur að mús! Nei! Hann hlær reiðilega. Þar misreikna þeir sig. Með svo hægu móti lætur hann ekki taka sig; Án þess að líta af fjarrum lágskógin- um, læðist hann aftur á bak með kofa- veggnum, fet fyrir fet. Honum verður hugsað til peningaseðlanna, sem Krist- ín skildi eftir á borðinu. Nú gæti hann notað þá. En hann hefur engan tíma til að ná í þá. Það er barrviðarkjarr að baki kofans. Rétt fáein skref frá honum. Hann nálgast með hægð hinn dökkgræna gróðurvegg. Aðeins fimm, sex metrar Sjá næstu síðu. f'álkinn 23

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.