Fálkinn


Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 32

Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 32
hlýtur að hafa skilið eitthvað af samtali okkar á enskunni og komizt að þeirri niðurstöðu, að það ætti að handtaka hann. Síðustu skipti hans við lögregl- una höfðu skilið eftir opið sár í huga hans. Hann sleit höndina lausa úr taki mínu og þaut út á götuna með hálf- kæfðu ópi. Poncho-inn lá eftir við fæt- ur mína. Lögreglumaðurinn hrópaði á eftir honum. Það hvein í hemlum. Eitt- hvað skall hart á malbikið. Nístandi konuóp yfirgnæfði öll önnur hljóð. Pepe var dreginn upp á gangstéttina. Ég lagði höfuð hans í kjöltu mína og laut niður að honum. — Pepe, hvíslaði ég. —- Heyrirðu til mín? Hann opnaði augun. Þau störðu fram- hjá mér og í gegnum mig. Þau voru sem þakin grárri slikju. Skyndileg vissa skelfdi mig. Dauðinn hafði þegar sett mark sitt á hjarðsveininn frá E1 Flaco. Varir hans bærðust. Hann ætlaði að segja eitthvað. Ég lagði eyrað að vör- um hans og heyrði ógreinilega: — Que será de mi? .... Mig sveið í augun. — Pepe, þú átt að vera hjá mér, hvíslaði ég að honum. — Heyrir þú? Þú átt að vera hjá mér .... og koma með heim. . . Skyndilegur svipur hugarléttis fór yfir blóðugt andlitið: — Vamos, amigo .... vamos con Díos. .... Hann andvarpaði, síðasta, létt andvarpið. Ég skammast mín ekki fyrir, að ég lagði munninn að kinn Pepes og grét: — Við skulum fara með guði........ Pepe og ég höfðum vafalaust mjög ólíkar skoðanir á hugtakinu „guð“. En í hinztu kveðju hans heyrði ég ekki hið venjulega spánska orðtæki, heldur einlæga trú hans á framtíðinni .... ásamt með mér. Ég huldi hinn unga, en þó svo gamla, gamla Pepe með hans eigin slitna poncho. Kvenþjóðin Framhald af bls. 26. hvít sósa búin til. Síldarvefjunum rað- að ofan í sósuna og þær látnar sjóða í sósunni í 10—15 mínútur. Gott er að krydda sósuna með sítrónusafa. Borið fram með soðnum, heitum kartöflum. Steikt síld. 1 kg. síld. 4 msk. hveiti. V2 tsk. salt. Vs tsk. pipar. 100 g. smjörlíki. Síldin hreinsuð og beinin tekin úr henni. Dálitlu salti stráð á flökin. Hveiti, salti og pipar blandað saman, smjörlíkið brúnað á pönnu, síldunum velt upp úr hveitiblöndunni og þær steiktar við meðalhita í nál. 10 mínút- ur. (Einnig er hægt að velta síldinni upp úr eggi og brauðmylsnu). Steikta síldin borin fram með kartöflusalati eða soðnum kartöflum og lauksósu. Einnig er gott að skreyta síldina með steiktum eplum og tómötum (steikt á sömu pönnu eftir síldinni) eða brúnuðum lauk (steiktur á undan síldinni). Steikt síld í kryddlegi. 1 dl. sjóðandi vatn. 1 dl. sykur. 2 dl. edik. V2 tsk. pipar. 8 steiktar síldar. 2 laukar. Sykur og vatn soðið saman, ediki og pipar blandað saman við, suðan látin koma upp. Kælt. Hellt yfir steiktu síld- arnar, látið bíða nokkrar klst. Borið fram með laukhringum, sem raðað er ofan á síldina. Einnig er gott að bera lauksósu með og svo kartöflur. Steikt síld með súrum rjóma. 1 kg. síld. 3 msk. hveiti. Vi tsk. pipar. 1 tsk. salt. 32 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.