Fálkinn


Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 20

Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 20
VERKEFNIÐ virðist geta orðið skemmtilegt: Að fara í heimsókn í stutt- bylgjustöðina í Gufunesi, „Gufunes ra- díó“, og kynnast þar mönnum og verk- færum. Og sú varð líka raunin. Þetta var skemmtileg og lærdómsrík heimsókn. Fyrir þá sem ekki vita nákvæmlega hvar þessi stofnun er staðsett skal bent á eftirfarandi: Bíðið þar til dimmir í kvöld og ljósin í borginni hafa verið kveikt. Farið þá á þann stað sem þið sjáið til Gufuness og fer þá ekki hjá því að þið sjáið mikið ljóshaf. Það er Áburð- arverksmiðjan. En í holtinu þar uppaf sjáið þið ljós eitt sér — nokkurs konar Ijósrönd—. Það er Gufunes radíó sem þarna hefur aðsetur sitt í einlyftu stein- húsi. VIÐ lögðum upp síðla kvölds og fyrir þá sem hafa áhuga á, má geta þess að veður var gott, en nokkuð þungbúið. Vegurinn var blautur og holóttur eftir því. Eftir nokkrar skynsamlegar athuga- semdir um vegagerð og vegamál á fs- landi komum við að hliðarvegi. Þar hafði verið fest upp spjaldi með þessari Myndirnar tvær t. h. eru af Bjarna Gíslasyni, stöðvarstjóra, en hinar svip- myndir af starfsfólki og tækjum. áletrun: Óviðkomandi stranglega bann- aður aðgangur. Við ókum þennan veg og komum brátt að hliði og þar hafði verið sett upp sams konar aðvörun eða tilkynning, héldum ferðinni áfram og komum brátt að uppljómuðu húsi, þar lögðum við bílnum og stigum út. Það vakti strax athygli okkar hvað allt var þarna snyrtilegt. Malbikað svæði fyrir framan húsið og þar gert ráð fyrir hringakstri, grasbalar og stallar, snoturleg girðing og hellulagðir gang- stígar. Og eftir að hafa gengið um húsið vissum við að sama snyrtimennskan er þar ráðandi líka. Það væri óskandi að fleiri fyrirtæki og stofnanir hugsuðu um að hafa hreinlegt í kringum sig. Þeir sem við hittum þarna fyrst að máli vísuðu okkur til stöðvarstjórans. Hann heitir Bjarni Gíslason og býr í hliðarálmu áfastri sjálfu húsinu. Hann tók okkur vel og fór með okkur til skrif- stofu sinnar. — Ykkur langar til að sjá þetta, hjá okkur, sagði hann og brosti. — Það er ykkur líka velkomið, en það verður dá- lítið erfitt að útskýra þetta fyrir ykkur á einum eða tveim klukkutímum. Svo komið þið líka á dálítið óheppilegum tíma því hér standa yfir breytingar og vegna þeirra er dálítið ruslaralegt hjá okkur núna.. Það á að flytja starfsemi Loftskeytastöðvarinnar á Melunum hingað uppeftir. — Hér er unnið allan ársins hring? — Já, hér er unnið allt árið á vökt- um. Aðalstarfið er öryggisþjónusta vegna flugsins yfir Norður-Atlantshaf. Þá er hér þjónusta við skipin á stutt- bylgjum, en þegar Melastöðin hefur verið flutt, verður hér öll þjónustan við þau. Þá er hér talstöðvarsambandið við bílana og fleira. Hér vinna í allt um sextíu manns. Skeytafjöldi á dag vegna flugsins er um 2500. k FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.