Fálkinn


Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 26

Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 26
SH4 Áíldanéttif Síld er ein næringarríkasta fæðuteg- undin, sem við eigum völ á. Síld er auðug af A- og d-fjörefni, sem er lífsnauðsynlegt fjörefni fyrir okkur öll, en þó einkum og sér í lagi börn og unglinga. A-fjörefni eykur viðnám okk- ar gegn sjúkdómum og bæitr sjónina. D-fjörefni er nauðsynlegt fyrir beina- myndun og tennurnar. Síld er jafnauðug af eggjahvítu sem kjöt. Síld inniheldur kalk, fosfór, járn, joð og lecitin (nauðsynlegt fyrir taugavefi). Síld eigum við að borða allan ársins hring. Síld er hægt að bera fram heita eða kalda, sem aðalrétt eða álegg. Ný síld á að vera gljáandi og stinn. Af henni á að vera fersk fisklykt og rauð tálkn. Síldina þarf að hreinsa strax, þegar komið er með hana heim og matbúa samdægurs. Síldin hreinsuð. Hreistrið síldina undir rennandi köldu vatni. Skerið hausinn af, klippið á að gotrauf kviðinn og hreinsið innyflin út. Skafið svörtu himnurnar af þunnild unum, skolið og burstið síldina vel að innan. Nú þarf að taka beinin úr síldinni, en það eru einmitt beinin, sem svo mörgum er illa við, þegar síld er borin á borð. Ristið kviðmegin niður að sporði á síldinni, leggið hana síðan á bretti, snúið hryggnum upp, og berjið léttilega á hana með flötum hnífi. Grípið nú með þumalfingri og vísifingri um hrygginn við hnakkann og rennið þeim niðureftir hryggnum. Tínið öll smábein, sem eftir kunna að vera, burt með litlum hníf. Ef síldin er soðin er hún vafin upp frá sporði og fest með trépinnum. Soðin síld. 1 kg. síld. 1 1. vatn. 2 lárberjalauf. Piparkorn. 1 msk. salt. Síldin hreinsuð og útbeinuð ef vill og þá vafin upp frá sporði. Raðað þétt í pott, vatninu hellt köldu yfir síldina, kryddið sett út í pottinn. Hitið hægt að suðu. Þegar sýður er slökkt undir pott- inum og látið bíða með hlemm í 8—10 mínútur. Síldin borin fram með soðnum kart- öflum og góðri sósu t. d. sítrónu-, kap- ers-, steinselju- eða karry-sósu. Síldarvefjur í sósu. 1 kg. síld. 2 tsk. salt. 3 msk. söxuð steinselja. 2 msk. smjörlíki. 3 msk. hveiti. 3 dl. mjólk. (% msk. sítrónusafi). Síldin hreinsuð og beinin tekin úr. Salti stráð á flökin og þau vafin saman utan um steinselju ef til er. Venjuleg Framh. á bls. 32. 26 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.