Fálkinn


Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 38

Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 38
Lagið Itinum megin Framh. af bls. 29- fundizt ég matarlegur og lítt til átaka vaxinn. —- Þú varst talsvert í knattspyrnu á yngri árum. — Já og ég var fyrirliði í þriðja flokki. Ég var í Val og er mikill Valsmaður ennþá. Ég spilaði bak- vörð og þetta var traust vörn hjá okkur og ekki svo gott að smjúga framhjá henni. Við skoruðum ekki mörg mörk en við héldum markinu hreinu. Þetta sumar í þriðja flokki unnum við íslandsmótið og fyrir það fengum við að fara til ísafjarðar. Þar töpuðum við báðum leikjunum sem spilaðir voru. Og það átti sína sögu. Bolli Gunnarsson sem þá var á ísa- firði en flutti seinna suður og gekk í Val skoraði fjögur eða fimm mörk frá miðju því markmaðurinn var svo stuttur að hann gat ekki varið ef skotið var hátt. Og þegar hér er komið hringir síminn og við kveðjum Sigfús og höldum út. Illa koiiu . . . Framh. af bls. 36. upi, föður hennar, bréf, og bað hann að fastna sér dóttur sína. Páll tók bónorðs- málið faglega og lofaði biskupi aðstoð og fylgi í málum hans. Biskup átti þá í deilum við bræður Páls, Sigurð á Reynistað og Jón lögmann, og hét hann að veita biskupi lið gegn þeim, ef hann fengi meyjarinnar. Páll fléttar sem ívaf í bréfin Ijóðum og spakmælum og er sumum beint til Halldóru sjálfrar. Þessi vísa er í bréfi til biskups: Má eg hvorki mas né raup mæla ungum svanna, þó mun loðið lifrarkaup leggja fátt til manna. Eins og nærri má geta, tók Guðbrand- ur biskup kvonbænum Páls fálega. Hann svaraði honum því einungis, að hann væri kvongaður maður. Féll Páli svarið þungt, og kvað hann þessa vísu til biskups. Giftur ertu og gáðu að því, galapín nokkurt sagði. En hvorki sæng né sessi í sést mín kona að bragði. Varð því ekki að kvonarmálum þess- um og er þess ekki getið, að Staðarhóls- Páll hafi leitað til fleiri kvenna. En Halldóra Guðbrandsdóttir giftist ekki, dó háöldruð. Þau Páll og Helga áttu þessi börn er upp komust: 1. Ragnheiður átti fyrr Gissur sýslu- mann Þorláksson áð Núpi í Dýrafirði, 38 FÁLKINN síðar síra Svein Símonarson í Holti í Önundarfirði. 2. Pétur sýslumaður á Staðarhóli. 3. Elín átti Björn sýslumann Bene- diktsson á Munkaþverá. Frá þeim Helgu og Páli eru miklar ættir. Er hægt að sjá skapeinkenni Páls hjá sumum afkomendum hans. Brynj- ólfur biskup Sveinsson í Skálholi var dóttursonur hans. Svipar honum um margt til afa síns, þó að aldarhátturinn væri annar. Sama er að segja um Pál lögmann Vídalín, en hann er einnig af- komandi Páls. Heim.: Sýslumannaævir, Menn og Menntir, Alþingisbækur íslands, ís- lenzkt fornbréfasafn, ísl. annálar, fsl. æviskrár, Biskupasögur, Árbækur Espó- líns o. fl. Giifiines radíó . . . Framhald af bls. 21. gert þetta eins einfalt og mögulegt var. Þess vegna er hætt við að eitthvað hafi skolast til hjá okkur. Hann fylgdi okkur í vinnusalinn og sýndi okkur tækin. Þetta voru að sjá sakleysisleg tæki, með mörgum tökk- um og skífum en fyrir okkur erfiður ,,mekkanismi“. Það sem við tókum strax eftir var, að allar klukkur voru klukktíma á undan okkar. Við spurðum hverju þetta sætti og okkur var sagt að þarna væri notaður „Greenwich meantime". Hann sýndi okkur skeyti sem var að koma frá Gander. Það kom á mjórri ræmu út úr trekt eins og á gömlu grammófónunum. Ræman var götuð. Hann las á textann og sagði að þetta væru veðurfréttir og yrðu sendar til Keflavíkur. Ræman yrði sett í fjarrit- arann til Keflavíkur. Svo geymum við afrit af skeytinu hér. — Hvað þurfið þið að geyma skeytin lengi? — í 90 daga, en við geymum þau árið. Og við héldum áfram að skoða tæki. f bílatalstöðinni heyrðum við í bilum fyrir austan fjall: Heyðru, þú hefur ekki séð hann Stjána, nei. Það er einmitt það sko. Ja, ég geri ráð fyrir að koma í bæ- inn eftir svo sem tvo tíma, sko. Jæja, maður sér þig í bænum. Blessaður, skipti. Og í hinum aðilanum: Já, sko við höfum þetta þá svona, blessaður. — Er ekki þröngt um ykkur hér? •—• Þegar Melastöðin verður komin má segja að hér rúmist ekki meir. — Það er sagt af sumum að talstöðv- arnar í bílunum séu mikið misnotaðar. Hvað segir þú um það? — Ég held að það sé ekki rétt. Þegar talstöðvarnar komu fyrst má kannski segja að þær hafi verið full mikið not- aðar, svona meðan nýja bragðið var á þessu. Annars verður líklega breyting á þessu innan skamms, þannig að bílarn- ir fá aðra bylgju sín á milli, en stöðvar Landssímans verða með aðra. Ég held það væri heppilegra. f kjallaranum var okkur sýnt her- bergi. Þar eru tæki sem taka öll við- skipti stöðvarinnar á segulbönd. Þessi upptaka er geymd í 30 daga og síðan er bandið notað að nýju. Þarna var líka brezk „ungfrú klukka“ — á plötu og las inná bandið. Þannig er alltaf hægt að finna á hvaða tíma viðskiptin fóru fram. VIÐ höfum dvalið þarna í um tvo tíma þegar við kvöddum og þökkuð- um góða fyrirgreiðslu. Okkur hafði verið sýnd tæki að starfi í stórri keðju til þjónustu flugsins yfir N.-Atlantshafi. En uppskeran hefur kannski ekki verið eins mikil og til var sáð því í höfðum okkar hringsnérust hin furðulegustu tækniheiti. Klukkan í vinnusalnum hafði verið um eitt, en nú gerðum við okkur ljóst, að hún var ekki nema um tólf. • • Mfl ■ • W £ Ð ■ H fí L / H\ __ • R '0 £ £ Gr ■ ■ O ■ <£ • ■ • • KNfíCr CT/ ■ S Kfí 55 / CtLR)y/// - SLCETT/ R • ' • 73 & £ N N H £ / T U R ■ R K J ■ 5Ö L £ y ■ ■ L. / V ■ M ■/ L fí'fí S ■ Rfí I JY s ■ /3 / L fí R ■ /?/?/-' r~ • Rý R r/ / f) ■ Æ. F / f? ■ CT K ■ SflT ■ T / X) ■ /V£T - £ ■ SRo S / RÖ £/ ■ fl'fí ■ / T fl ■ HÝC/Vu Æ ■ F F R '/ ■ L'flS / ■ fi£ ST U M. • flU ■ ■ /< o/ri M ■ ■ /3 o rt u /J u M ■ F ■ S O 5 ■ {JM F R Ffl ■ /y'-Tt ■ M'O f.ERTfl ■ J fl R/n / ■£!■//OT Efl/V/ ■ SóFCtUÐu 'fl ■ flOLiA ■ ■ 1 ■ SflCrfí / / ■ CtÆTA& £Í'/ • £>'//< L fl O Cr T fl fl Ct flfl ■ K • 7? / Cr/V/ J/CrU - • RU£rROK\ K ■ ' CrRfl/J/íT ■ £/FAT/£L Ffl\ / • 6 ///££ / ■ FCt S£Cr / /V£ / 6/i £ Pflfl JYCr/Z / ■ - CtC-T/v' KflLL TCr c/. L L . g E FlF L'O / R ■ KROSSGÁTA NR. 37. Geysimargar ráðningar bárust á verðlaunakrossgátu númer 37. Dregið var úr réttum lausnum. Verðlaun hlýt ur að þessu sinni Hildur Gísladóttir, Austurgötu 9, Hafnarfirði. Rétt ráðning birtist hér að ofan. Eruð þlr áskrifandi að Fálkan.un? I □ Baoa Ef svo er ekki bá er sínanúaerið 1221o og ’pér fáið blaðið sent um hæl.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.