Fálkinn


Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 18

Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 18
,,Vínberið,“ sagði Antro- bus, fræðandi, meðan hann starði á gullnar veigarnar í glasinu sínu, „vínberið er merkileg framleiðsla. Ég vil ganga svo langt að kalla það kross stjórnmálamannsins — á sama hátt og ég staðhæfi, að styrk hönd er helzta skil- yrðið fyrir að geta sér góðan orstír í stjórnmálalífinu, ekki satt...? Hvað ég hef séð af harmleikjum, ungi maður; þér munduð ekki trúa mér.“ ,,Ponting?“ ,,Já, að vísu — en nú var ég ekki beinlínis að hugsa um fyrirbrigðið „mannlegur veikleiki." En ímyndið yður aðeins allar hinar undarlegu tegundir áfengis, sem menn kynnast í utanríkisþjónust- gekk vel um tíma. Hann var aðeins vanur að vera vel hýr ekki meira. En smám saman byrjaði hann að verða vel þéttur. Að lokum varð hann blátt áfram dauðadrukkinn. Lenti ævinlega í árekstrum og þess háttar og reyndi að klifra yfir sendiráðshliðin. Við þögguðum það niður, eins vel og við gátum, og hann hefði ef til vill getað þrauk- að þetta, unz hann yrði send- ur til einhvers vínframleiðslu lands. Það, sem varð honum að falli, var hræðilegur ósið- ur, sem hann hafði tileinkað sér, nefnilega að ljúka hverri setningu með öskri, þegar hann hafði innbyrt þrjú til fjögur glös af brennivíni. Maður er viðstaddur mjög Hann andvarpaði, tæmdi glasið og gaf merki með löngutöng í átt til vínstúk- unnar eftir meiru. Þjónninn Merlin fyllti glösin hljóðlega og dró sig í hlé. „En óheppnastur af öllum,“ hélt Atrobus áfram eftir stutta þögn, var vafalaust Kawaguchi, japanski sendi- maðurinn í Prag. Harmleik- ur hans var sannarlega ótrú- legur. Aumingja maðurinn!“ „Segið frá því!“ „Hann hafði fengið vand- meðfarið verkefni. Honum tókst mjög vel í upphafi. Já, þau voru vissulega töfrandi, Kawaguchi-hjónin. Þau töl- uðu aðeins japönsku, að sjálf- sögðu. Hún hljómar líkt og stálþráður væri núinn með ingar eða eitthvað í þá áttina, sem þeir ræddu. Kannski notaði hann fjarhrif. Eða ef til vill hafði hann fundið upp einhvers konar mið-evrópskt merkjamál. Allt starfslið hans var aðeins tveir skrif- stofumenn og bryti. Enginn þeirra kunni tékknesku. Nú, rauði þráðurinn í sögunni er þessi: Kawaguchi- hjónin drukku aldrei annað en saki, sem þau fluttu inn í litlum, hvítum steinkrukkum. Saki er, eins og þér vitið, nokkurs konar brennivín úr hirsi, eða hvað það nú er, sem það er bruggað úr...“ „Saltkennt og dálítið væm- ið.“ „Já! Nú, þegar þau ætluðu í hóf eða önnur samkvæmi, SAGA EFTIR LAWRENCE DURELL MJÓLKIN HVÉTA MANNSINS unni. Á þjóðhátíðardögunum til að mynda.“ „Já, guð minn góður.“ „Vodka hjá Rússum, kampa- vín hjá Frökkum, slivovtz hjá Serbum, saki hjá Japön- um, whisky og coco-cola hjá Könum .. . listinn er næstum endalaus. Ég hef séð margan járnkarlinn láta undan þrýst- ingnum. Það er gjarna eitt hvert sérstakt afbrigði, sem bitur úr þeim allan bakfisk- inn. Það var vararæðismaður í Riga að nafni Pelmet...“ „Horace Pelmet?“ „Já.“ ,,En hann drakk nú ekki svo mikið?“ „Nei. En það var ein teg- und, sem hann gat alls ekki drukkið. Brennivín. Til allrar óhamingju var hann sendur til Riga og síðan til Oslo. Það 18 FÁLKINN alvarlega og efnislega mót- töku, þar sem skipzt er á sjónarmiðum við starfsbræð- ur, og þá byrjar hann allt í einu. Þeir heyra hann byrja — tiltölulega eðlilegri röddu. — „Að minni hyggju“ — og síðan lýkur hann setningunni skyndilega í öskri — ,,er stefna Breta hreinasta bölvuð myndagáta!“ Ég heyrði hann gera þetta fjórtán sinnum sama kvöldið. Þýzki sendi- herrann bar fram mótmæli. Það varð auðvitað að fjar- lægja veslings Pelmet. Þeir létu hann draga sig í hlé um eins árs skeið, enginn af sendiráðherrunum vildi hafa hann í sinni þjónustu. Það reið honum að fullu. Hann byrjaði að drekka tréspíritus í stórum stíl. Veslings maður- inn, veslings maðurinn!“ sandpappír. Á samkomum sendimanna erlendra ríkja sögðu þau aldrei orð. Bæði voru smávaxin og fíngerð eins og íkornar. Andlitsdrætt- irnir voru eins og þeir væru málaðir með grönnum pensli á pappírsörk. Við móttökur sátu þau ávallt alveg þögul hlið við hlið með hendur í skauti. En þau komu alltaf fram af fyllstu, framúr- skarandi kurteisi stjórnmála- mannsins og sendu okkur stöðugt gjafir, svo sem sæl- gæti og blævængi, sem á stóð „Made in Hong Kong.“ Einu sinni heyrði ég hana hlæja — það var undarlega smell- andi hljóð. Hvað hann snertir, hef ég bókstaflega ekki hug- mynd um, hvernig samning- arnir við Tékka fóru fram. Það voru víst viðskiptasamn- sendu þau alltaf þjóninn á undan með nokkrar krukkur af vökva þessum, og krukk- unum var komið fyrir á borð- inu fyrir framan þau. Kawa- guchin-hjónin með saki-flösk- urnar fyrir framan sig urðu brátt þekkt sjón. Þannig var það líka þetta örlagaþrungna kvöld, sem ég ætla nú að lýsa fyrir yður.“ „Það var gamlárskvöld, held ég, — Já, og Frakkar héldu veizlu. Þess háttar fórst þeim alltaf betur úr hendi en öllum öðrum. Kawa- guchi-hjónin voru þar, þau sátu úti í horni og virtu fyrir sér samkomuna með venju- legan svip ringlaðrar vin- semdar. Það var áliðið og veizlan í fullum gangi. Venju- leg smáhneyksli höfðu komið fyrir og vakið nægileg® at-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.