Fálkinn


Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 35

Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 35
□TTD DG HRINGUR RDBERTS LAVARÐAR Danni var ekki vanur að sýna öðrum þann trúnað að láta þá sjá f.iárs.ióði sína, en pílagrímur var áfjáður i veraldlega fjár- s’ióði, svo að það var óhætt að sýna honum hringinn. „Ég sá eitt sinn svona hring, og hann færði öllum þeim sem báru hann ógæfu.“ Danni var forvitinn og leyfði pílagrimnum að skoða hringinn nánar. „Hann leit nákvæmlega eins út,“ sagði pila- grimurinn. „Þetta er sami hringurinn." Og þegar pílagrimur- inn æstist, varð Danni dálitið óstyrkur: „Fáðu mér hringinn aftui’,“ æpti hann. „Þetta er sami hringurinn," hrópaði píla- grímurinn og gaf Danna sitt undir hvorn, svo að hann rotaðist. „Fyrirgefðu, maður minn,“ tautaði hann um leið og hann flýtti sér brott. Danni raknaði við úr rotinu nokkru seinna. Það var byrjað að rigna. „Hvað kom fyrir?“ sagði hann við sjálfan sig. Hann áttaði sig brátt og mundi þá hvað gerzt hafði. Hringurinn var horfinn. Pilagrímurinn hafði tekið hann. Danni stökk á fætur. Hvar var hann staddur. Hringurinn gæti kostað Ottó lífið. 1 f jarska kom hann auga á kastalann. Hann lagði af stað þngað. Pílagrímurinn var áreiðanlega einn af þorpurunum. Hann varð að komast inn í kastalann óséður. Og Danni lét ekki þar við sitja. Um leið og hann kom að múrnum, hóf hann að klifra upp eftir veggnum. Þetta var vissulega djarft fyrirtæki. Hljóðlega sem köttur fikraði Danni sig upp vegginn. Hann hóf sig með erfiðismunum upp á brjóstvirkið og leit i kringum sig. „Óveðrið hjálpar" muldraði hann. „Það virðast allir hafa leitað s'kjóls undan veðrinu. það er ekki varðmann að sjá.“ En nú var erfiðasti spölurinn eftir. Hann varð að finna leið til ein- hverrar dyflissunnar, þar sem Ottó var örugglega hafður i haldi. Þetta varð hann að komast óséður. „Bara að Ottó hefði hlustað á mig.“ En á meðan þetta gerðist stóð Ottó við klefa- dyrnar á dyflissunni og hlustaði á ruddalegt gaman varðarins. Hvers vegna var ég svo heimskur? Hvers vegna fór ég ekki að ráðum Danna?" sagði Ottó við sjálfan sig. .. FÁLKINN 35

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.