Fálkinn


Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 37

Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 37
UNDIRFDT ERU AÐALSMERKI KVENLEGS ÞDKKA S FÁLKINN 37 HrútsmerkiS (21. marz—20. apríl). Þér skuluð ekki láta það fá á yður, þótt þér verð- ið fyrir þaktali. Það verða flest.ir einhvern tima á j ævinni. Verið varkár í meðferðinni og forðist að gefa nokkur loforð. Gætið þess að vera hlutlaus, þegar viðkvæmt mál í fjölskyldunni ber á góma. NautsmerkiS (21. apríl-—20. maí). Ákvörðun sú, sem þér hafið tekið, mun án efa verða yður til happs. Hún mun bæði stuðla að fram- gangi yðar og ánægju fyrir velunnu verki. Þér mun- uð öðlast tækifæri til að styrkja aðstöðu yðar til muna, ef þér gætið þess að slá út trompinu á réttum tíma. Tvíburamerkiö (21. maí—20. júní). Farið eftir yðar eigin skynsemi í máli nokkru og kærið yður kollóttan um hvað aðrir kunna að segja um framkomu yðar. Vandamál eitt. mun leysast á óvæntan hátt. í heild verður vikan notaleg og býður upp á marga og skemmtilega atburði. Krahbamerkif) (21. júní—20. júli). Eftir skamman tíma standið þér andspænis tveimur kostum. Spurningin er bara sú, hvort þór munuö velja réttu leiðina. En ef þér látið engan bilbug á yður finna og fylgið aðeins yðar innri rödd, þá ætti ekki að vera nein hætta á ferðum. Ljónsmerhiö (21. júlí—-21. ágúst). Allar líkur benda til þess, að þér lendið i smá- ferðalagi, sem mun verða yður til mikiliar gleði og ánægju. Fjármálin, sem hingað til hafa legið eins og mara á yður, leysast og skuldabagginn léttist. En samt sem áður verðið þér að fara varlega með pen- ingana, JómfrúarmerkiS (22. ágúst—22. september). Stjörnurnar segja, að þér fáið andbyr í vikulok, i og sú andstæða er yður sjálfum að kenna. Hins vegar I getið þér huggað yður með því að margir eru hlið- hollir yðar málstað. Líkur benda til þess að eitthvað rætist úr á fjármálasviðinu. Vogarskálamerlciö (23. septembei—22. oktábcr). Svo getur farið að óhugsað verk í byrjun vikunnar geti haft. afdrifaríkar afleiðingar í lok hennar. Þér þurfið á hjálp að halda í ákveðnu máli, en þér eruð of mikill sjálfbirgingur og hlustið ekki ávallt á það, sem yður er ráðlagt. Svorödrekamerkiö (23. október—22. nóvember). Þér eigið létt með að afla yður vina, og þennan hæfileika þurfið þér að nýta til hins ítrasta á næst- | unni. Því verða miklar kröfur til yðar gerðar og þér I verðið að taka á honum stóra yðar til þess að stand- ast þær allar. Bogamannsmerlcið (23. nóvember—20. desember). Ef þér eruð dapur og í vondu skapi fyrstu daga vikunnar, ættuð þér skilyrðislaust að taka yður hvíld frá störfum um stund. í vikulokin mun unga fólkið I lenda í rómantískum og skemmtilcgum ævintýrum. Verið eklíi eyðslusamur. Steingeitarmerlnð (21. desember—19. ' janúar). Umfram allt, skuluð bér gæta að því að setja ekki orkuna í óþarfa verk. Og svo megið þér vara yður á því aö vera ekki of smámunasamur. Vinir yðar þurfa í vikunni mjög á yðar hjálp að halda og énda þótt þér eigið við ýmislegt að stríða, þá hikið ekki við að hjálpa. Vatnsberamerkiö (20. janúar—18. febrúar). Þér hafið dálitla tilhneigingu til þess að koma fram yðar_ skoðunum án þess að vera spurður um þær. j Svolítil klókindi koma að gagni í vikunni. Þegar líö- ur á vikuna, munu margir óvæntir atburðir gerast. Vinnan er þýðingarmest þessa dagana. Fiskamerkið (19. febrúar—20. marz). í þessari viku verður yður blandað inn í mál nokkurt,, sem getur valdið yður töluverðum vandræð- um og erfiðleikum. En ef þér komið fram eins og | sannfæring yðar er, mun það verða virt að verðleik- um. Hvernig væri að borga gamla skuld?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.