Fálkinn


Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 29

Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 29
LAGIÐ HINUM MEGIN eitt orð við Sigfús Halldórsson Illa konu ... Framhald af bls. 17. Illa konu eg eiga hlaut — allsjaldan verður á angri bót, verra dýr eg veit ei snart, en vonda konu af illri art. Þótt maðurinn deyi, er mannorð eftir mikinn part. Er hér annað hljóð í strokknum, en þegar sambúð þeirra var hafin og ekki var risið úr rekkju sakir nýjabrumsins af ástaleiknum. Þar kom, að Helga hafði á orði að hlaupast frá Páli og skilja við hann fullkomlega. Eitt sinn er svo bar undir orti Páll. Ef leiðist þér, grey, að ganga, gefa vil ég þér hest, segi eg upp sambúð langa, svo trúi er fari bezt. Hafir þú fornt á fótum, fá skaltu skæðin ný, gakktu hart á gi’jótum og gnaðaðu upp í ský með bandvettlinga og traf, styttuband og staf, farðu norður í Gýjarfoss og stingdu þér þar á kaf, sökktu til botns sem blý, og komdu aldrei upp frá því. Svona voru kveðjuorðin eftir sam- búðina. Tolldi Helga þó enn hjá bónda sínum um hríð, enda var hjónaskiln- aður ekki tíður á landi hér, þó leyfður væri að lögum. Páll var drykkfelldur, og er hægt að ráða af heimildum, að hann hafi vart verið með fullu ráði á köflum. Bætti drykkjuskapurinn lítt úr og átti ekki við skapgerð Helgu og mýkti hana ekki. Þar kom, að þau slitu samvistir árið 1578 að fullu og öllu. Má ráða það af því, er Páll segir, að hún hafi synjað honum um allar sam- farir upp frá því. En þó hengu þau saman annað kastið, en lítt skeytti Helga um bú þeirra, og var oft lang- dvölum annars staðar. En árið 1590 fer hún til Elínar dóttur þeirra, og er á lífi árið 1611, er ráða má af gerningi nokkrum. Um líkt leyti og Helga fer frá Páli, er talið að hann hafi ort langt kvæði, 29 erindi, sem enn er til. Kemur þar greinilega fram, að Páll er raunamædd- ur mjög yfir óhamingju sinni af hjóna- bandinu. Hann gagnrýnir mjög aldar- brag samtíðarinnar, og finnst mikið til um, að engu sé að treysta, og því holl- ast að skipta sér sem allra minnst af öðrum né leita frama og fremdar, held- ur búa sem allra mest að sínu, hafa hljótt um sig, temja sér dyggðir og treysta guði. Kvæðið ber þess glögg vitni, að Páll er sár og raunamæddur, og guðrækni kemur þar gleggri fram en annars staðar í kveðskap hans, sem hann er yfirleitt laus við. Páll snýr biturð sinni og beizkju gegn því óræði, Framh. á bls. 36. í Alþýðuhúsinu á horni Ingólfs- strætis og Hverfisgötu hefur Skatt- stofan aðsetur sitt. Hjá þeirri stofn- un vinnur Sigfús Halldórsson tón- skáld og málari, nánar tiltekið í her- bergi númer 9 á fjórðu hæð. Þegar við heimsóttum hann þang- að fyrir skömmu hafði hann dregið út eina skúffuna í skrifborðinu, sett hana ofan á borðið og var að fletta þar í blöðum. — Ég er að taka til eftir árið, sagði hann og brosti. Um hver áramót tekur maður til í skrifborðinu sínu og hendir því sem safnast hefur jTir árið. Sumt geymir maður frá ári til árs. Svo hefur maður söfnunina að nýju — til að geta hent einhverju um næstu áramót. — Við erum komnir til að spyrja þig um lagið hinum megin á plöt- unni. Það virðist vera ákaflega vin- sælt um þessar mundir. Sigfús verður alvarlegur eitt augna- blik, hættir að blaða í skúffunni og horfir spyrjandi á okkur. Svo færist bros yfir andlitið. — Þið eigið við „Lítinn fugl“. — Já, er langt síðan þú samdir það? — Nei, þetta er nýtt lag. Ég var eitt sinn, eins og ég geri oft að fletta bókinni hans Arnar Arnarssonar og þegar ég las þennan texta varð það til. Það varð eigin- lega alveg tilbúið strax, eins og „Litla flugan“ á sínum tíma. Svo raulaði ég þetta fyrir krakkana og þegar átti að gefa „79“ út þá vantaði lag hinum megin og þetta var sett. Það gleður mig ef það er orðið vin- sælt. — Þú hefur miklar mætur á Erni Arnarsyni. — Já ég hef það og fleirum líka. Ég hef mjög gaman af Ijóðum. — Yrkir þú kannske sjálfur? — Nei það geri ég ekki. — Semur þú lög um leið og þú málar? — Nei. um leið og unnið er að myndinni kemst ekkert annað að. — Rekst það aldrei á að mála mynd og semja lag? — Nei það kemur varla fyrir. 'Sam- búðin er góð. — Varst þú ekki einhverju sinni í síld? — Jú ég fór í síld sumarið 1949. Það var dásamlegt sumar og ég bjó lengi að því. Skipið hét Steinunn gamla, en fiskiríið var heldur tregt. Þó gátum við kramið fyrir trygging- unni. En mér er enn minnisstætt þegar ég mætti til skips. Þá sögðu strákarnir: Þarna kemur kokksi. En ég var sko engirin kokksi. Þeim hefur Framh. á bls. 38. FÁLKINN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.