Fálkinn


Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 30

Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 30
I Mjjólkin hvíta . . . í Framh. af bls. 19. það breiddist út þétt ský af einhverju, sem líktist reyk. „Þegar birti að nýju, skjögruðu herra og frú Cicic út í eitt hornið, en Kawa- guchi-hjónin snerust áfram sigri hrós- andi. Þau voru nú svo heilluð af vals- inum að þau dönsuðu með lokuð augun. Það var eitthvað órannsakanlega aust- urlenzkt við þetta allt. Ég hef aldrei verið jafnæstur á ævi minni. Ég tók að skrá tjónið með því að telja á fingr- um mér. Fórnarlömbin voru alls ekki svo fá, og eitt eða tvö, sem nálguðust sjúkrabörurnar. Alls staðar heyrðust sendiráðsmenn hvísla lamaðir: „C’est Kawaguchi qui l’a fait...“, „Das ist Kawaguchi...“ En Kawaguchi-hjónin héldu áfram og stráðu ótta og eyðilegg- ingu á leið sinni. Ef til vill héldu þau áfram enn, ef einhver hefði ekki getað beint þeim af sporinu. „Ég veit ekki enn þá, hvernig það gerðist. Ég man aðeins, að í einni svipan hreyfðust þau burt af dansgólfinu og dönsuðu milli borða og stóla af misk- unnarleysi snjóplógsins. í hinum enda samkomusalarins voru háar, franskar dyr, sem stóðu opnar. Þær lágu út að grasivaxinni flöt, sem lauk í tjörn, er gerð var í mjög ósmekklegum síð-vers- ala stíl. Nema hvað Kawaguchi-hjónin hurfu eins og loftsteinn út um frönsku dyrnar, og svo áhrifamikil var útganga þeirra, að allir þustu á eftir til að sjá, hvað myndi ske, líka hljómsveitin, sem tókst þó á einhvern hátt að halda áfram að leika. Það var nákvæmlega eins og á barnaskemmtun, þar sem ein- hver hefur hrópað: „Komið og horfið á flugeldana!“ Við þyrptumst út á flötina með hrópum og handapati. Spánski sendiráðherrann hrópaði: „í guðs bænum, stöðvið þau! Stöðvið þau! Caramba!" En það var hægara sagt en gert. „Hinum hörmulega — en glæsilega — valsi lauk í tjörninni, sem til allrar hamingju var mjög grunn. Að öllu eðli- legu hefði hún verið ísilögð, en einmitt í ár hafði verið þýðviðri í Prag. Þarna sátu þau, algerlega uppgefin, en þó á vissan hátt sigri hrósandi, í fetsdjúpu vatni og leðju og brostu hrifin til félaga sinna í utanríkisþjónustunni. Kalt næturloftið og vatnið virðist hafa haft Blaðið DAGUR er víðlesnasta blað, sem gefið er út utan Reykja- víkur. BLAÐIÐ DAGUR, Akureyri. Áskriftasími 116 7 róandi áhrif, en þau gerðu enga tilraun til að komast upp úr pollinum. Þau horfðu bara á okkur og brostu sérkenni- lega. Þá fyrst rann það upp fyrir mér, að þau voru bæði ölvuð. alveg ofur- ölvi, herra minn. Einhver hafði nú hver frá tékkneska Rauðakrossinum við- ar og fleiri ókunnugir komu í ljós úr öllum áttum. Þarna var auk þess ein- hver frá tékkneska Rauðakrossinum við- staddur með ullarteppi og börur. „Við ösluðum út í forina til að bjarga starfsbróður okkar og konu hans, og eftir skammar rökræður fengum við að koma þeim fyrir á tveimur börum. Ég mun aldrei gleyma brosi hennar, það var hin algera fullsæla. Andlit Kawaguchi bar aðeins vott um mikla gleði. Um leið og þeir báru hann á braut, heyrði ég hann segja, fremur við sjálfan sig en neinn annan: „Austur- landabúi öðruvísi en hvítur maður.“ Þessi orð hef ég ávallt varðveitt í hjarta mínu. Kona franska fulltrúans lét eitthvað svipað í ljós, er hún sagði: „Hvað var það, sem Keepling yðar sagði: „Ist is Istand Vest is Vest?“ „En mér þótti þetta leitt vegna Kawaguchi-hjónanna. Svo stórkostlegt sem það hafði allt verið, stóðum við nú samt hér, þrem mínútum fyrir mið- nætti, forug og í uppnámi. Nokkrar af konunum höfðu reynt að vekja á sér athygli með því að vaða út í forina til aðstoðar. ítalski sendiráðherrann hafði eins konar hleðsluhámark á miðjum samkvæmisbuxunum sínum. Veizlusal- urinn leit út eins og stöð fyrir hjálp í viðlögum rétt fyrir aftan víglínuna við Somme. Það var óhugsandi að láta eins og kvöldið væri ekki eyðilegt. Verst af öllu var lyktin. Það var greinilegt, að allt frárennslið rann út í þessa litlu, indælu tjörn. Það gat gengið svo lengi sem enginn raskaði ró hennar. Frakk- arnir voru sýnilega ráðþrota, og ég var ekki sá eini, sem vorkenndi þeim. Ekkert sendiráð gat tekið þvílíkum atburði létt.“ Antrobus dæsti og hallaði sér aftur á bak í stólnum, meðan hann virti mig rannsakandi fyrir sér til að sjá, hvort ég hefði skilið til hlítar öll atriði harm- leiksins. Síðan hélt hann áfram sínum venjulega kirkjusöngvararómi: „Kawa- guchi-hjónin fóru til Tokio með flug- vél síðdegis daginn eftir. Verkefnið hafði mistekizt, og hann vissi það. Ég verð að viðurkenna, að það voru aðeins tveir starfsbræður, sem fóru út á flug- völl til að kveðja hann — ég sjálfur og hinn algerlega ósiðaði hernaðarsendi- herra, sem þér munuð aldrei geta feng- ið mig til að segja frá. Hann var mjög hrærður yfir, að við hefðum gert okk- ur það ómak, að afla okkur vitneskju um brottfarartíma hans. Ég rétti honum höndina. Ég vissi, að það hafði verið algerlega að óyfirlögðu ráði. „Hvað eigið þér við?“ „Jú, þjónninn ljóstraði öllum mála- vöxtum upp nokkrum vikum síðar. Það er þannig, að venjuleg sending af saki hafði ekki borizt þennan mánuð. Drykkjarföngin voru þrotin. Þjónninn gerði aðeins það, sem sérhver ábyrgur þjónn, án tillits til þjóðernis, hefði gert í hans sporum. Hann tók nokkrar saki- krukkurnar og fyllti þær af... ja, get- ið hverju?“ „Lélegu skozku whiskyi.“ „Einmitt! „Mjólk hvítamannsins,“ eins og harm kallaði það.“ „Maður verður víst að segja, að það hafi verið óheppilegt.“ „Víst var það svo. En það eru þess konar hættur, sem verða á vegi stjórn- málamannsins, ekki satt?“ „Einmitt.“ „Og við yfirstígum þær venjulega. Kawaguchi er nú í Washington.“ „Það er afbragð! Það gleður mig sannarlega.“ „Eigum við að fá okkur eitt glas enn fyrir mat?“ Hjarðsveinnmn Framhald af bls. 11. geitunum sínum. Þeir handtóku hann. Þegar hann vildi ekki játa að vera með- sekur í smygli eða einhverju öðru glæp- samlegu athæfi, höfðu þeir reynt að beita ofbeldi. En það var ekki lengur hjarðsveinn- inn, sem þeir áttu í höggi við — það var betlipilturinn frá Santiago, sem hlaut barsmíðar, og sem hataði lögregl- una! Hestarnir sveigðu inn á stöðina, og mér var stillt augliti til auglits við Pepe. — Þekkið þér hann? spurði einn lög- reglumaðurinn. Ég horfði á blóðugt, misþyrmt andlit Pepes og skildi hann. — Nei, svaraði ég. — Hver er hann? Þeir reyndu að fá mig til að flækjast í mótsögnum, en ég sat fast við minn keip. Ég hafði aldrei séð Pepe áður. Þeir tóku skýringu mína gilda — að ég hefði farið yfir fljótið án þess að vita um landamæragæzluna og hafði aðeins í huga að skoða mig um. Þeir urðu þó að geta þekkt muninn á ferðamanni og smyglara? Þeir leyfðu mér að fara með áminningu. Ég fór niður að kofa Pepes og settist til að bíða. Er langt var liðið á kvöld, kom Pepe reikandi inn í birtuna frá bálinu. Hann settist með erfiðismunum. Án þess að segja orð slokaði hann í sig heitt teið, sem ég gaf honum. Ég virti hann fyrir mér stundarkorn; síðan stóð ég á fætur, fann sjúkrakassann minn og lagðist á hnén fyrir framan hann. — Lyftu höfðinu, ég ætla að hreinsa sár þín! Ég varð sjálfur að lyfta höfði hans. — Guð minn góður, hvað hafa þeir eiginlega gert við þig! stundi ég. Augnalok Pepes luktust yfir villta og dýrslega hræðslu í flöktandi augna- ráðinu. Hann reyndi að rífa höfuðið laust. Orðlaust þrýsti ég honum niður, lagði höfuð hans að barmi mér og byrj- aði varlega að þvo sárin. Óttinn í augum 30 f'á'lkinn

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.