Fálkinn


Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 19

Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 19
hygli — kona finnska ræðis- mannsins hafði yfirgefið sam- komuna í mesta flýti, af því að maður hennar hafði horf- ið í garðinum ásamt konu fyrsta ritara í franska sendi- ráðinu. Rússneskur stjórn- málamaður varð veikur á herrasalerninu. Óþekktur hernaðarsendiherra hegðaði sér ósæmilega ... við skulum ekki fara nánar út í það. Hin almenna gleði hafði líka sín áhrif á hljómsveitina, sem byrjaði að leika gamla Vínar- valsa án afláts. Eins og þér vitið, er Vínarvals allkröfu- harður og alls ekki hættulaus dans. Ég reyndi til dæmis ávallt að fela mig, þegar ég heyri að farið er að leika Dón- árvalsinn." „Ég líka.“ „Gott, gerið yður þá í hug- arlund undrun mína, er ég sá Kawaguchi-hjónin rísa á fætur úr sætum sínum. Enginn hafði nokkru sinni séð þau dansa, og í fyrstu áleit ég, að þau væru að yfir- gefa samkvæmið. En það var eitthvað í fari þeirra, sem kom mér til að reka í roga- stanz. Þau störðu á dansend- ur eins og hlébarðar. Bæði virtust vera mjög utan við sig og einbeitt — þau litu út eins og þau hefðu tekið þátt í eter-samkomu. Skyndilega tók hann utan um hana, og síðan byrjuðu þau að dansa, við mikla undr- un og hrifningu allra. það var fullkominn Vínarvals, skal ég segja yður, algerlega fullkominn. Mig langaði til að hrópa húrra. „Þau dönsuðu einu sinni um allan salinn, síðan aftur — allt var 1 stakasta lagi. En þá, maður minn, tók einhver óhuganlegur grunur að fær- ast yfir mig. Ég get ekki skýrt hvers vegna. Var þetta sjónhverfing, eða dönsuðu þau í rauninni einum eða tveimur töktum hraðar en hljómsveitin lék? Ég beið þess kvíðinn og óþolinmóður, að þau kæmu aftur yfir gólf- ið mín megin í salnum. Jú vissulega hafði ég á réttu að standa. Þau voru einum takti, tveimur töktum á Undan hljómsveitinni. En að öðru leyti dönsuðu þau óaðfinnan- lega. Hljómsveitin hafði þegar skynjað þetta og tók að auka hraðann. En því hrað- ar, sem þeir léku, þeim mun hraðar snerust litlu Japan- arnir tveir. Það getur hugs- ast, að samkvæmt einhverj- um skrítnum sið í Ytri Mon- gólíu hafi þau litið á þetta sem eins konar kapphlaup. Ég veit það ekki. En þar sem ég þekki þær hættur og hyl- dýpi, sem leynast, þegar maður dansar Vínarvals, fékk ég kökk í hálsinn af með aumkvun með þeim. En ég gat ekkert gert til að hjálpa þeim. Það dimmdi skyndi- lega í sál minni —- því að allir tékknesku starfsbræð- urnir hans voru líka úti á dansgólfinu með konur sínar. Nú gæti það aðeins orðið tímaatriði. .. Hraðinn var orðinn svo mikill, að hann minnti helzt á flugsýninguna í Farnborough. Margir höfðu gefizt upp á að dansa, en þó var enn þá þröng á þingi á gólfinu. Kawaguchi- hjónin voru eftir sem áður nokkur ljósár á undan hljómsveitinni, og hljóðfæraleikararnir blésu með starandi augu til að ná þeim. En Kawaguchi-hjónin voru ekki lengur danspar. Þau voru banvænt vopn.“ Antrobus gerði hlé á ræðu sinni og tendraði titrandi hendi í vindlingi. Síðan hélt hann áfram hryggum rómi. ,,Sá fyrsti, sem rauk, var tékkneski fjármálaráðherr- ann, sem Kawaguchi hafði náð svo hagstæðum samning- um við. Það heyrðist allt í einu snöggur brestur, og í sama mund sat fjármálaráð- herrann á hnjám fiðluleikar- ans og hélt um öklann, meðan kona hans stóð andartak og baðaði hjálparlaust út hand- leggjunum, áður en hún lenti ofan á honum. Kawaguchi- hjónin tóku ekki eftir neinu. Þau voru í leiðslu. Þau döns- uðu áfram. Margir árekstrar urðu nú. Efnahagsmálaráðu- nautur fjármálaráðuneytisins, félagi Cicic, dansaði við konu sína, en feikileg stærðarhlut- föll hennar og geysilegir höggvarar höfðu hættu í för með sér á hvaða dansgólfi sem væri, jafnvel við eðli- legar aðstæður. Það var bein- línis hrollvekjandi að hugsa til þess, hvað gæti komið fyrir í vals. „Ég bjóst við, að Kawa- guchi-hjónin yrðu algerlega úr leik, ef þau rækjust á hana. En því fór fjarri. Hin myndarlegu hjón höfðu nú aukið ferðina svo mjög, að þegar þau rákust á frú Cicic, heyrðist einungis daufur gnýr: Púðurdós í kvöldtösku frúarinnar hafði opnast, og Framh. á bls. 30. fXlkinn 19

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.