Fálkinn


Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 10

Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 10
SMASAGA EFTIR SVEND RONNING PEPE var fjórtán ára, en hann bjó yfir reynslu gamals manns. Þegar hann reigði sig, var það ekki af því að hann væri Suðurameríkumaður. Þegar hjarta hans barðist hlýtt og ákaft, var það heldur ekki af ást á föðurlandi hans, Chile. Náttúran ein gat fengið slagæð- ar hans til að berjast í hrifningu og af lífsgleði. Allur heimur hans var fólginn í tveimur borgarnöfnum: Santiago og E1 Flaco. Þvert ofan í náttúrulögmálin, en í góðu samræmi við heilbrigða skyn- semi þýddi Santiago: Kuldi og E1 Flaco: Hiti. Hann fæddist í fátækrahverfi San- tiago, Jafnvel þótt hann ætti að vísu móður, mundi hann aðeins eftir henni sem konu, sem svaf alltaf, þegar hann var vakandi, og sem aldrei var heima, þegar hann svaf. Hann vissi, hvar hún vann — í „Casa Marianna“, gleðihúsinu handan við hornið. Börnin á götunni kenndu honum að betla. Að hann svalt í rauninni sjald- an, var merki þess, að hann var dug- legur, en hann hafði nú líka útlitið með sér. Þegar hann læddist hljóðlega ber- fættur út úr einhverju skotinu upp að hlið velbúins vegfaranda og togaði var- lega í ermi hans, svo að vegfarandinn leit reiðilega á hann, breyttist reiðin ávallt í eitthvað mildara, stundum jafn- vel í meðaumkvun: Tvö stór, dökkbrún augu, sem báðu svo innilega, munnur með fullkomnar, titrandi varir, svartar hárflygsur, sem héngu niður á ennið, óhreinar dulur, sem skýldu varla lík- amanum, og agnarlitlar barnsfætur, sem reyndu ákaft að hafa við. Þá féllu oftast einn eða tveir pesos í útréttan lófa hans. Lífið hafði verið fólgið í betli og að borða þann mat, sem hann gat keypt fyrir ölmusur, ef stærri börn eða slæp- ingjar götunnar rændu hann þá ekki. Hann þekkti engan annan hátt á að lifa og var að sínu leyti ánægður. Hið eina, sem hann óttaðist, var lögreglan. Hann hafði einu sinni verið tekinn af lögregluflokki, sem ók um götur Santiagos til að hirða betlibörn, og hann minntist atburðarins sem hræðilegustu reynslu í lífi sínu. Sjö ára gamall fékk hann stöðu sem hjarðsveinn. Af mesta hispursleysi tók hann á sig ábyrgð á átta hundrað skepnum. Eina aðstoð hans var hundur, sem hann kallaði Hueco — Tómur — af því að hann hafði verið svo magur og illa út lítandi, þegar hann tók hann að sér. Á hverjum morgni rak hann geitahópinn upp í fjöllin, en Hueco fylgdi gjamm- andi á eftir og rak þær skepnur, sem tóku sig út úr, aftur inn í hópinn. Og þegar sólin gekk til viðar, hljóp hann syngjandi og trallandi heim í steinkof- ann niðri í dalnum. Söngur var mesta ánægja hans. Hann hafði smíðað sér merkilegt hljóðfæri, sem hann lék á — stálþráð strengdan fast yfir tvo steina á fjöl. Hann kunni aðeins fáein lög frá æsku sinni í San- tiago, en því fleiri samdi hann sjáifur, einföld smálög, sem hann lék án afiáts. Maturinn var fábrotinn. Ef til vill var það náttúran, sem gaf honum mat- arlyst, ef til vill vitundin um, að hann var ekki lengur betlipilturirin Pepe, heldur Hjarðsveinninn Pepe. Hann lifði mest á rótum og berjum og kringlóttu, flötu brauði, sem hann bakaði á steikar- pönnu, og hrísgrjónum og kjöti, einkum sólþurrkuðu kjöti chárqui......... Já, það var erfitt að lifa góðu lífi, fannst Pepe. Maður getur látið sig dreyma um framtíðina, og ekkert virðist muni breyta næstum fyrirfram ákveðnu lífs- skeiði. En þá rekst hann á einhvern úr fjöldanum, einhvern, sem alveg ó- sjálfrátt leiðir hann inn á hliðarspor. Pepe gerði sér framtíðina ljósa sem langt og hamingjusamt líf innan um geiturnar og fjöllin, sem endurómuðu glymjandi bergmál söngva hans. En örlögin náðu honum. Þegar Pepe var fjórtán ára, kom ókunnugur maður við sögu í lífi hans. Maður, sem sat á steini fyrir framan bálið, kvöld nokkurt, er Pepe kom niður úr fjöllunum. Pepe settist á hækjur við bálið. Til að leyna undrun sinni starði hann inn í logana. Gestur hans var enginn huaso — það var ég, ljóshærður, bláeygur Norðurlandabúi. Ljósbjarminn frá bál- inu flökti um okkur. Ég saup á blikk- krúsinni og rétti Pepe hana. Pepe sat í sömu stellingum, en á með- an hann dreypti á sterku teinu, gaut hann augunum til mín og hrofði á mig skera nokkrar sneiðar af hveitibrauði og skipta bita af steiktu kjöti í tvennt. Ég gaf honum bróðurpartinn, en hend- ur hans voru uppteknar af krúsinni. Allt í einu leit ég upp, tók eftir hvert hann horfði og brosti. Ég tók skeiða- hnífinn, lét fingurgómana leika eftir og sagði eftir skyndilegan innblástur: — Þú mátt gjarnan fá hann! Hann greip óstyrkum höndum um hnífinn, lét fingurugómana leika eftir egginni og um útskorið tréskaftið. Roði færðist yfir andlit hans og öryggisleys- ið hvarf úr augnaráðinu. Kjassandi þrýsti hann hnífnum að munni sér. Fal- legar hefði hann aldrei getað þakkað mér. Ég settist að hjá Pepe. Við urðum samferða upp í fjöllin. Við skiptum HJARÐSVEINNINN 10 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.