Fálkinn


Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 8

Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 8
Ef þér eigið erfitt með svefn á næturnar, þá getið þér huggað yður við það, að helmingur allra Bandaríkjamanna á í erfiðleikum með svefninn. Einnig kemur fram í þessari grein, að engir tveir menn sofa eins, og að öðlast má talsverða vitneskju um skapgerð okkar og til- finningar með því að athuga hvernig við liggjum í rúminu. SVÁFUD ÞÉR Sváfuð þér illa í nótt? Vöknuðuð þér hress og endurnærður og hófuð starf yðar hvíldur og endurnærður eftir nóttina? Eða lágu þér í örmum Mor- feusar — hins duttlungafulla guðs svefnsins — og veltuð yður þreyjulaus fram og aftur í rúminu? Vöknuðuð þér með verki í öllum skrokknum og voruð þreyttari, er þér risuð úr rekkju, en þegar þér lögðust til hvíldar? Svefninn er nú á dögum eftirsóknar- vert fyrirbrigði. Á okkar' tímum, tím- um hins endalausa hraða og stöðugra vandamála, þar sem taugar okkar eru reyndar til hins ýtrasta, er svefninn sjaldan gæfur og langþráður gestur. Nýjustu niðurstöður rannsókna á svefni manna í Ameríku eru þær, að aðeins 50% — helmingur — Banda- ríkjamanna njóti blessunar svefnsins og sofi vel og reglulega. Þessar niður- stöður má ekki skilja sem svo, að hinn helmingur íbúanna þjáist af sjúklegu svefnleysi. Viðfangsefni rannsóknarinn- ar var, hvernig menn almennt þar í landi eyða hinum átta svefntímum næt- urinnar — með öðrum orðum, hvernig við verjum þriðjungi alls lífs okkar. Vísindamenn hafa hingað til ekki haft mikinn áhuga á svefninum sem rannsóknarefni. Yfirleitt taka menn svefninn sem sjálfsagðan hlut. Við töl- um um það hvernig við höfum sofið á sama hátt og við töium um veðrið. Við segjumst hafa „sofið sætt og rótt eins og barn“ eða verið svefnlaus vegna þess að „við borðuðum eitthvað sem ekki var gott fyrir magann“ til dæmis. En svefninn verðskuldar meiri athygli en þetta. Samkvæmt kenningum sál- fræðingsins Alfred Adlers er svefninn önnur gerð af tilveru. Ef við eigum að líta ögn nánar á svefninn er hyggileg- ast að varpa fyrir borð þeirri ríkjandi skoðun okkar, að svefniAn sé ekki annað en nokkurra stunda ómeðvitað ástand og einnig að svefninn sé eins hjá öllum mönnum. Það sem gerist þegar við sofum er í rauninni það, að líffærakerfið slitnar úr tengslum við umheiminn. En á sama hátt og tilvera okkar og tilfinningalií er mjög ólíkt hjá hverjum einstaklingi í vöku, þá má segja að engir tveir menn sofi eins. Þar sem vaka og svefn eru þannig álitin einstaklingsbundin, hefur það í för með sér, að í svefni höfum við okkar sérstöku venjur eins og í vöku. Við liggjum í rúminu, snúum okkur og byltum, öndum, hrjótum, tölum upp úr svefninum — en hvert okkar gerir þetta á sinn eigin máta. Það er ekki hægt að fullyrða neitt um það, að þannig eigum við að sofa og alls ekki öðruvísi og heldur ekki að bezt sé að fara eftir þessari forskrift og engri annarri. Einn maður þarfnast ekki sams konar svefns og annar og engir tveir menn virðast þurfa að sofa jafnlengi. Því betur sem við gerum okkur Ijóst að við eigum að haga svefni okkar algerlega eftir því sem okkur finnst bezt og þægilegast fyrir okkur sjálf, — því auðveldlegar gengur okkur í stríði okkar við þetta undarlega fyrir- brigði. Svefninn hefur þann kost, að hann getur gefið betri upplýsingar um það sem þjáir okkur, heldur en rannsókn sálfræðings á okkur í vöku. Það kemur fram í svefni manna og draumum eða draumleysi, hvernig þeir bregðast við lífinu og erfiðleikum þess. Við lifum í svefninum lífi okkar í tákn- myndum. Það sem hrærist í huga manns, er kjarni í draumum hans. Og það höfðar meir til framtíðarinnar en fortíðar- innar. Samkvæmt niðurstöðum bandarísku rannsóknarinnar sem getið var hér að framan, dreymir hraust fólk aldrei neitt. Það ,er þess konar sjaldgæft fólk, sem í vöku veldur starfi sínu, leysir sérhvert vandamál og bjargar sérhverri erfiðri aðstöðu. Á kvöldin tekst þessu fólki að njóta áhyggjulauss lífs og hvíl- ast síðan fullkomlega um nóttina í draumlausum svefni. En draumleysi getur einnig táknað hið gagnstæða. Það getur verið merki um óleyst vandamál, Hann er hvíldarlaus og í eilífri baráttu við sængurfötin á nóttunni. Á daginn er liann innilega leiður á lífinu. Sá sem slengir höfðinu nærri því út fyrir rúmið, er feim- inn að eðlisfari og gjarn á að hlaupast á bx-ott frá skyld- um sínum. 8 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.