Fálkinn


Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 36

Fálkinn - 30.01.1963, Blaðsíða 36
Oían jarðar og .. . j Framhald af bls. 13. andi niður Miklubrautina og beygði inn á Lönguhlíðina. Þegar bílstjórinn sá myndavélina stoppaði hann og spurði: —- Var nokkuð að ske? — Nei, ekki er okkur kunnugt um það. — Ég spurði bara af því að þið voruð með vélina og flassið. Tókuð þið mynd- ir niðri? — Já. — Það var gott hjá ykkur. Svo ók hann af stað, og það slettist vatn útfrá bílnum. Kvenþjóðm Framhald á bls. 33. Va tsk. pipar. 100 gr. smjörlíki. Síldin hreinsuð, flökuð og roðið tekið af. Síld, bacon og laukur saxað tvisvar. Kryddi og kartöflumjöli blandað sam- an við. Þynnt út með 2—3 msk. af mjólk. Mótaðar kökur, sem steiktar eru á pönnu. Bornar fram með góðum grænmetisj af ningi. KVIKMYNDIR Framh. af bls. 33. (Yul Brynner), sem er foringi þeirra, Vin (Steve McQueen), sem talar hægt, en hleypir því hraðar af byssu, O’Reilly (Charles Bronson), Lee (Robert Vaug- hn), Harry Luck (Brad Dexter), Britt (James Coburn), og Chico (Horst Buch- holz), ungur og óharnaður náungi sem Chris eftir nokkra yfirvegun tekur með í hópinn. Svo þegar Calvera kemur um upp- skerutímann gengur hann beint í gildru þá sem sjömenningarnir hafa lagt fyrir hann, því hann hafði alls ekki búizt við neinni mótspyrnu í þorpinu frekar en venjulega, það slær í bardaga og ræn- ingjarnir hljóta mikið afhroð, en kom- ast samt undan við illan leik. En ræningjaforinginn er ekki búinn að gefast upp, og á ýmsu á eftir að ganga áður en yfir lýkur, en sjón er sögu rík- ari og verður því efnið ekki rakið lengra. jv. LITLA SAGAN Framh. af bls. 24. Moskva. Vy vygljaditje moloosje. Þú ert 125 ára í dag er það ekki. Vladimar gamli kinkaði kolli. En þá heyrðfist aftur þessi ógnarhávaði í herberginu við hliðina á, svo að svar hans kafnaði. — Segðu mér nú eitt, hélt Sergej áfram og tók skrifblokk sína fram, segðu mér nú eitt, félagi, hvers vegna heldurðu, að þú hafir orðið 125 ára? 36 FALKINN Vladimar gamli hugsaði stíft. Hann boraði upp í nefið og sagði svo eftir langa umhugsun: — Tja, það hlýtur að vera af því að ég hef lifað svo lengi. Sergej var ekki ánægður með svar- ið. Hann varð að fá gamla manninn til þess að svara spurningunni þannig, að það hefði uppbyggjandi áhrif á aðra og öllum fyndist hár aldur eftir- sóknarverður. — Drekkurðu vodka, félagi? spurði hann. Vladimar gamli horfði rannsakandi á ókunna manninn. Það- leit ekki út fyrir að hann hefði flösku á sér, svo að hann varð að svara vel og gætilega. Maður veit aldrei, hvað svona strákar búa undir. Vladimar hristi höfuðuð lítils hátt- ar. — Ágætt, sagði Sergej, þá skrifum við, að aldur þinn sé því að þakka, að þú hafir aldrei látið dropa af vodka fara inn fyrir þínar varir. Yfirleitt er drukkið alltof mikið af vodka hér, en nú þegar fólk heyrir, að það geti lifað lengur, ef það aðeins lætur vera að smakka vodka....... Sergej komst ekki lengra. Úr hlið- arherberginu barst honum nú í þriðja skipti þessi líka ógnar hávaði. Nú mátti heyra skrollandi, syngjandi karl- mannsrödd þar inni. — Hvað gengur eiginlega á þarna inni? spurði Sergej hvatskeytslega. Vladimar gamli deplaði augunum lítils háttar um leið og hann muldr- aði: — Þetta er svo sem ekki neitt. Það er bara hann pabbi. Hann verður alltaf svo skelfing hávær þegar hann hefur drukkið vodka. Willy Breinholst. Illa konn ... Framhald af bls. 29. en finnur ekki, að honum sjálfum er að mestu um að kenna, skapgerð hans og óbilgirni. Hugur hans er þrunginn beizku, harmi og biturleik. Kvæðið er víða allvel ort, og ber þess glöggt vitni, að skáldið kann vel að ríma og móta hugsanir sínar í form Ijóðsins. Þó að í kvæðinu komi fram, að Páll sé í sárum eftir vonsvikið hjónaband, þá gleymist honum fljótt sú lífspeki og heilræði, er hann setur þar fram. Hann stefndi Helgu konu sinni fyrir héraðsdóm árið 1591 og bar á hana ýmsar sakir, svo sem samvistaslit og brottför af heimili, fjáreyðslu og gjafir á laun: ,,hér með hefur hún verið þrá- lynd, keppin og óhlýðin og sagt upp á sig óheyrilega hluti.“ Var málinu vísað til lögréttu árið 1592, en ekki var unnt að sinna því þá og ekki heldur árið eftir. En á alþingi sumarið 1594, áleit lögrétta ekki löglegan undirbúning, með því að Helga var ekki kölluð fyrir og enginn svaramaður viðstaddur fyrir hana. Lagðist Oddur biskup Einarsson mjög á móti Páli í þessu máli, taldi hann ekki hafa við ráð frænda sinna og venzlamanna . þessu efni, og væri öðrum til hneykslunar. Þessu svaraði Páll einarðlega í bréfi til biskups. Þykir honum lítt sæma, að börn sín og gamal- menni, eins og síra Sigurður á Grenj- aðarstöðum og Þórunn á Grund, séu talin vitrari en hann, og honum boðið að ráðgast við þau. En um hneykslun- arefni sitt getur hann þess, að heyrst hafi, að Oddur biskup hafi sjálfur vald- ið hneyksli með barneign. Líkur Páll bréfinu með vísu. þessari, sem er heil- ræði: Þeim lyft er neðan úr lágri stétt, leiddur upp í vald og mekt, hafi sá lukku í heiðri slétt, hún sýni honum ekki stærra prett. Geta má nærri, að biskupi hafi lítt fallið bréf Páls, enda reyndist hann Páli óþægur ljár í þúfu. Eftir málavafstur á alþingi og í hér- aði, leitaði Páll til konungs, til að fá að kvænast af nýju. Hélt hann því fram í beiðninni, að þau væru skilin með dómi, Helga og hann. Konungur ákvað í bréfi 3. febrúar árið 1595, að Páll mætti kvongast aftur, svo fram- arlega, að hann legði fram dóm um skilnaðinn. Leitaði Páll á ný til alþing- is og taldi meðal annars, að ólöglega hefði verið til hjónabandsins stofnað. En dómsmenn töldu, að skjöl er fyrir lægju sýndu hið gagnstæða. En saka- giftir Páls gegn Helgu, töldu dómsmenn ósannaðar, enda ekki „skjallega prófað sakleysi Páls, sem tilheyrir, þar þó orð- rómur á lék, að hann myndi eigi síður tilefni gefið hafa til þeirra sundurlynd- is og þverúðar.“ Sat svo við það, að Páll fékk ekki leyfi til skilnaðar, og hreyfði hann ekki málinu framar, enda kom fleira til eins og brátt verður sagt. Páll var nefnilega í hjúskaparhug- leiðingum þessi ár. Hann var búinn að festa augu á göfugri konu, sem hann taldi sér samboðna til ráðahags og myndi jafnframt auka virðingu hans, auð og völd. Guðbrandur Hólabiskup Þorláksson átti dóttur gjafvaxta, er Halldóra hét. Hún var búin flestum kostum, sem höfðingskonu má prýða, velmenntuð og eitt bezta og ríkasta gjaforð landsins. Hún var að vísu miklu yngri en Páll, en slíkt skipti ekki megin- máli í þá daga, heldur hitt, að nægur auður væri í garði. Til Halldóru á Hól- um felldi Staðarhóls-Páll ástir. Hann virðist hafa orðið allástfanginn í bisk- upsdóttur eftir því sem ráða má af ljóð- unum, sem hann orti til hennar og sendi henni. Kennir þar allmikillar ástarróm- antíkur, og er furðu óvenjulegt hjá jafn- gömlum manni og Páli, kominn um eða yfir sextugt. Hann ritaði Halldóru nokk- ur ástarbréf, sendi henni ástarljóð og fleira, er hann hélt að hrifi hug hennar. En það kom fyrir ekki, því að biskups- dóttir hneigðist ekki til ráðsins. Páll sneri jafnframt til fleiri miða. Honum var ríkt í muna að ná ráðahag við Halldóru á Hólum. Hann reit bisk- Framh. á bls. 38.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.