Menntamál


Menntamál - 01.03.1935, Side 23

Menntamál - 01.03.1935, Side 23
MENNTAMÁ.L 21 nokkurs húsaleigu- og námsstyrks. í Þýzkalandi verÖa stúdent- ar að grei'Öa nokkur hundruÖ kr. á ári í námsgjald og í Hol- landi t. d., er námsgjald þetta nú allt að 300 gyllinum á ári. Eg er annars þeirrar skoðunar, að nauðsynlegt sé nú að skapa ný námsskilyrði við Háskólann, vegna of mikillar að- sóknar í sumar deildir hans, einkum lagadeild og læknadeild, og að því nriða tillögur þær um stofnun atvinnudeildar, er nýlega hafa verið bornar fram. Svo miklar breytingar hafa orðið á islenzku þjóðlífi á síðustu árum, að eg tel nauðsyn- legt, að líta nú frekar á hin hagnýtu verkefni, er bíða ungra stúdenta. Vér eigum að ala upp unga stúdenta, er geti orðið forystumenn í atvinnu- og verzlunarmálum, i landbúnaði, fiski- veiðum og iðnaði, því að nú liggur þjóðinni mjög á að auka alla framleiðslu i landinu. Eg álít, að fækka eigi embættismönn- um í landinu, en bæta ltjör þeirra, sem eftir verða. Eg tel afar mikilsvert, að kjör kennara æskulýðsins verði bætt og hygg, að nauðsynlegt sé að gera meiri kröfur til menntunar kennara en hingað til, og tel þvi líklegt, að síðar verði gerðar þær kröf- ur, að barnakennarar fái menntun á við stúdentspróf, og að því loknu komi 2—3 ára háskólanám. Þjóðinni ríður á, að undirstaða allrar velmegunar hennar, uppeldi æskulýðsins, sé traust. Iiinsvegar álít eg litt gerlegt, að takmarka aðgang unglinga að mennatskólum og öðrum æðri skólum. Þar verður sam- keppni ein að ráða, og sá, sem skarar fram úr, á að njóta þess. Það er líka sjaldnast unnt að segja um unglinga, er hafa góð- ar gáfur, til hvers þeir geti orðið gagnlegastir fyrir þjóðfé- lagið. Þeir verða að ráða sér sjálfir og fara eftir tilhneiging- um sinum, ef þeir vilja halda áfram á námsbrautinni og hafa efnalegar ástæður til þess. Eg álít, að gjarna megi skerpa próf- skilyrði til æðri skóla, en að öðru leyti eigi dyrnar að vera opnar. Yðar Alexander Jóhannesson.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.