Menntamál


Menntamál - 01.03.1935, Blaðsíða 64

Menntamál - 01.03.1935, Blaðsíða 64
62 MENNTAM/ . -sN;' les venjulcga upphátt, en hinir vinna. Drengir smíÖa smáhluti, búa til bursta, mottur o. fl. Stúlkur sauma, prjóna eÖa hekla. Ef annaÖ verkefni er ekki fyrir hendi, teikna bæði piltar og stúlkur. Er það bæði til gagns og gamans. Teikning finnst mér alveg ómissandi námsgrein í heimavistarskóla. Hún hefir stytt margar stundir fyrir mér þessi ár. Það vanta oft verkefni i bili, og þá hefi eg æfinlega gripið til þess, að láta börnin teikna. Það er meiri vandi en margur hyggur, að sjá börnunum fyrir nægu verkefni við þeirra hæfi. En takist það, verður starf kennarans létt. — Oft fer góð stund af vökunni til þess, að segja börnunum til við verklegu störfin. Það er óhjákvæmi- legt. — Margt hefir verið lesið á kvöldvökunum. Lesefni er vandi að velja, svo að allir fylgist með. En þegar það tekst, eru kvöldvökurnar skemmtilegar stundir. Lesarinn verður að vera góður. Ekki vil eg ráðleggja neinum, að láta illa læs börn lesa á kvöldvökunum. Það er gagnslítið starf. — Hér vil eg geta eins, sem mér hefir gefist mjög vel. Það er að lesa á kvöldin ritgerðir og sögur, sem börnin sjálf hafa samið. Það lesefni vekur langmestan fögnuð. Eg geri það oft til gamans, að lesa ekki nöfn höfundanna. Það er þá leikur barnanna að gizka á nafn höfundar. Veldur það oft mikilli gleði. Oftast er ekki mikill vandi að sjá, hver er höfundurinn. Andlitsliturinn segir til þess! — Ritgerðir barnanna hafa skemmt okkur margt kvöldið. Og um margt hafa þau skrifað. Eg læt þau byrja strax og þau koma í skólann, að skrifa ritgerðir um ýmis efni. Það gefst ágætlega. Þau æfast furðu fljótt í að færa hugsanir s'mar í búning ritmálsins. Yngri börn eru furðu snjöll að semja smásögur. —• Sýnishorn af ritsmíðum barna hér, er að sjá í timaritinu „Sunnu“, sem kennarar þekkja. Þar hefi eg einnig skrifað smágrein um kvöldvökurnar hér og fjölyrði því ekki meira um þær í þessari ritgerð. í vökulokin er lesinn stuttur lestur eða sunginn sálmur. Sið- an gengið til hvílu og ljós slökkt kl. io, svo sem fyr greinir. Skemmtanir o. fl. Þá hefi eg lýst að mestu leyti daglega starfinu. Eftir er þá að lýsa tilbreytni heimilislifsins, tyllidög-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.