Menntamál


Menntamál - 01.03.1935, Page 27

Menntamál - 01.03.1935, Page 27
MENNTAMÁL 25 þoka prófunum víða erlendis, og þangað verður þeim einnig stefnt hér. Eins og kunnugt er, starfar Menntaskólinn hér eftir bráða- birgðareglugerð, sem sett var árið 1904. Þar er kveðið á um inntökupróf, sem sýni kunnáttu barnanna í þessum greinum: íslenzku, dönsku, sögu (íslandssögu og mannkynssögu), landa- fræði, náttúrufræði, reikningi og skrift. 1 íslenzku, dönsku og reikningi er prófið bæði munnlegt og skriflegt. Nú hin siðari ár koma um 100 börn til prófsins á hverju vori. Má af líkum ráða, að kennarar geti ekki kynnt sér eðli eða gáfnafar allra þessara barna á einum 4 dögum. Hitt er vitanlegt, að þeir geta aðeins dæmt eftir úrlausnum þeirra, hve vel þau séu fallin til framhaldsnáms. Engum er það ljósara en okkur sjálfum kennurunum, að við þetta próf kennir allmjög handahófs, og hlýtur að gera það. Skyldu menn því ætla, að árangurinn væri allt annað en glæsilegur. En við samanburð á einkunnum nemenda við inntökupróf, gagnfræðapróf og stúd- entspróf, sem að vísu er mjög lauslegur, kemur þó í ljós, að allgott samræmi er milli einkunnanna við þessi próf og betra en vænta mætti. Samræmi þetta virðist vera lakara nú hin síð- ari ár en áður, enda er þess að vænta, því að stöðugt fjölgar þeim, sem prófa þarf, og að sama skapi verður örðugra að koma lögum yfir þá. í annan stað er á það að lita, að síðan 1929 eru ekki teknir fleiri en 25 nem. i 1. bekk, hversu margir sem standast kunna inntökupróf, enda leyfir ekki húsrúm skólans meira. En af þessu leiðir það, að sum börn, sem ekki hafa náð inntöku, bíða til næsta árs og reyna þá aftur og, ef til vill, í þriðja sinn, svo að þau, vegna mikils undirbúnings, verða hærri á prófinu en önnur börn, sem minni hafa undirbúning, en þó meiri gáfur og námsgetu. Hér er komið að atriði, sem er alvarlegt ihugunarefni í sambandi við þetta mál og gerir inn- tökuprófið vafasamt í þeirri mynd, sem það er. Inntökupróf í æðri skóla á, að mínum dómi, að sýna tvennt: gáfur nemendanna og kunnáttu þeirra í þeim greinum, sem eru undirstaða alls skólanáms, en það eru lestur, skrift og reikn-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.