Menntamál


Menntamál - 01.03.1935, Side 29

Menntamál - 01.03.1935, Side 29
MENNTAMÁL 27 3. 1 skrift: Nemandinn verÖur a'Ö geta skrifað læsilega og hreinlega snarhönd me‘Ö sæmilegum skriftarhraða. 4. í reikningi: Nemandinn skal kunna rækilega fjórar höfuðgreinar reikn- ings með heilum tölum og brotum (almennum brotum og tugabrotum) og hafa leikni í að nota þær. 5. í dönsku: Nemandinn skal hafa lesið til prófsins eigi minna en 150 bls. i 8 bl. broti, og geta lesið ]>a'Ö með sæmilegum fram- burði og snúið því á íslenzku. Ennfremur á hann að geta snúið auðveldum setningum úr íslenzku á dönsku. 6. Nemandinn skal hafa numið stutt ágrip af sögu íslendinga og vita deili á höfuðatburðum mannkynssögunnar. 7. Nemandinn á að hafa numið lýsingu íslands og stutt ágrip af almennri landafræði og vera leikinn i að nota landabréf. 8. Nemandinn á að þekkja og kunna að lýsa algengustu nytja- dýrurn og nytjaplöntum, fyrst og fremst íslenzkum. 8. gr. Við inntökupróf ber að taka langmest tillit til íslenzku og reiknings, enda skal prófið vera tvöfalt, bæði munnlegt og skriflegt, i þessum greinum. Auk þess má hafa tvöfalt próf í dönsku, en eigi skal reikna nema eina einkunn í þeirri grein. 1 öðrum greinum er prófið aðeins einfalt, annaðhvort munnlegt eða skriflegt. Auk prófa i þeim greinum, sem hér hafa nefndar verið, má einnig hafa sérstakt próf, er sýni þroska og athyglis- gáfu nemenda, og getur þá skólastjórn fellt niður í þess stað próf í mannkynssögu, almennri landafræði og náttúrufræði. í fljótu bragði virðist hreytingin lítil írá því, sem áður var; námsgreinafjöldinn sami og tilhögun lík, en við nánari athugun kemur þó i ljós, að nokkur breyting er á orðin. í fyrsta lagi er megináherzla lögð á íslenzku og reikning og tekið upp próf i hljóðlestri. Og í öðru lagi er heimild til að taka upp gáfnapróf, en fella niður til móts við það próf í sögu, landa-

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.