Menntamál


Menntamál - 01.03.1935, Page 53

Menntamál - 01.03.1935, Page 53
MENNTAMÁL 51 gegn áhrifum og mótun af því — gagnstæður árangur því, sem til var ætlazt! Við höfum engin efni á því, að skólar okkar rífi niður me'Ö annarri hendi þaÖ, sem þeir byggja upp með hinni, vegna úr- eltra vinnubragða og andstæðra eðli nemendanna. Þess vegna er hin brýnasta nauðsyn á, að breyta þar fljótt og gagngert um starfsaðferðir. Við kennarar verðum að hafa hugrekki og IWawí !% 29^ H ÍTu^M 'IÍW ^anÁajli djörfung til, að velta af okkur gömlum reiðingi erfðavenjanna og ganga sem frjálsir menn að verki. Allt minnisnám tilskildra fróðleiksatriða á að hverfa, námsskrá, stundaskrá, lexíur, yfir- heyrslur og allt það dót, en koma í staðinn starf og rannsókn- ir nemenda, valið með fullu tilliti til vilja og áhuga barnanna og atburðanna í lífinu kringum þau. Og það starf á að miða að því einu, að vera sem hagnýtust og áhrifamest þjálfun þess unga og vaxandi persónuleika, sem vinnur það, og honum sem þroskavænlegast. Gegn um starfið fær nemandinn, á lifandi 4*

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.