Menntamál


Menntamál - 01.03.1935, Page 75

Menntamál - 01.03.1935, Page 75
MENNTAMÁL 73 un félagsins, 24. jan. 1932. Á stofnfundi voru 52 félagar. Félagatalan jókst mjög ört, fyrir atbeina skáta og skóla- barna Austurbæjarskólans í Rvik, var þá talin um 900. Má heita, aS sú tala haldist ennþá. Strax á fyrsta ári liðsinnti félagið nokkrum blind- um mönnum, lét kenna þeim smá-iðnað, aðallega bursta- og körfugerð; einnig sá fél. um sölu á vinnu þeirra. Kennslukona, ungfrú Ragnheiður Kjartansdóttir frá Hruna, var þá ráðin til utanfarar á vegum félagsins, um haustið 1932. Kynnti hún sér allt, sem kennslu blindra manna snerlir, bæði í Danmörku og Svíþjóð. — Næsta haust eftir byrjaði hún kennslu i Rlindraskóla íslands með fjórum nemendum, 10—16 ára gömlum. Jafnhliða Blindraskólanum var stofnsett vinnustofa fyrir fulltíða blinda menn. Fer þar fram verkleg kennsla. Kennslu og annarar aðstoðar í skólanum og vinnustofunni liafa alls notið 25 blindir menn, ungir og gamlir. Fyrir atbeina félagsstjórnarinnar, liefir ríkisstjórnin lánað síðastliðið ár 10 útvarpstæki lianda fátækum, blindum mönnum, ennfremur veitt þeim um fimmtíu undanþágur frá greiðslu á afnotagjaldi útvarps. Alþingi hefir heimilað ríkisstjórninni að veita hin sömu hlunn- indi á yfirstandandi ári. Mesta áherzlu vill félagið leggja á að fyrirbyggja blindu, með fræðslustarfsemi um ýmsa augnsjúkdóma og varnir gegn þeim. Erindi, sem formaður félagsins, Sig. P. Sívertsen, flutti í útvarpið: Blindir menn og Blindravinafélag Islands, hefir fél. látið prenta. Erindi þetta er mjög athyglisvert fyrir margra hluta sakir. Þar má sjá samanburð á tölu blindra manna hér og er- lendis. Er hún þrefalt hærri hér en þar sem hún er hæst annarsstaðar, og nær tifalt hærri en þar sem hún er lægst, miðað við fólksfjölda. Glaukomblinda heitir bæklingur, sem Helgi Skúlason augnlæknir hefir gefið út. Það er mjög lærdómsrík bók

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.