Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Page 78

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1930, Page 78
188 íslenzkar samtíðarbókmentir. IÐUNN: manna. En mælskan er alkunn, slíllinn er fullur af arn- súgi, miklar hugsanir eru bornar fram af miklu ástríðu- magni, eins og ský, sem berast fyrir ofsaroki um him- ininn. Mestar fjarsýnir eru í orðunum, þegar lýst er þján- ingum manna, hvert orð er þá heil veröld þjáninga.. Þessari frábæru stílsgáfu fylgja þó nokkrir annmarkar. Athugum dálítið titilblaðið á aðalriti Halldórs. Á eftir nafni höfundar stendur bókarnafnið »Vefarinn mikli frá Kasmír*. Þar fyrir neðan kemur tilvitnun í orð Caccia- guida við Dante (Paradiso, nær lokum 17. kviðu), þar sem hann biður skáldið að segja með sannindum alt, sem fyrir hann hefur borið, sýna enga vægð, því að þótt orð hans séu fyrst beizk á bragðið, munu þau verða heilsusamleg fæða að lokum. Mér er sem ég sjái í þessu tvær ásjónur bókarinnar: Þjáningar höfundarins, einlægni hans annarsvegar, hinsvegar hinn fima og hygna stílista, sem gleymir ekki að gefa einlægni sinni auglýsandi nafn, þjáningu sinni búning, sem hlýtur að vekja eftirtekt. Það- er ekki nokkur blaðsíða í bókinni, þar sem ekki birtist sönn, oft kvalafull reynsla hins unga höfundar, og þa& er aldrei, í allri bókinni, getið um nokkra reynslu höf- undarins svo, að hún sé ekki færð í stílinn, skreytt, ýkt. I bókinni eru engin þau sannindi sögð, að ekki sé í búningi þeirra eitthvað af lygi. Mér er nær að halda, að þeir, sem um bókina hafa ritað hingað til, hafi ekki getið þessa. Þeir munu hafa séð annaðhvort sannleikann eða lygina. Eg sé höfund- inum vanalega borið annaðhvort af þessu tvennu á brýn. Svo einfaldur er nú ekki höfundurinn sjálfur. Honum er vel ljós lygi allrar stílunar: »En skortur höfundargáfu og mælsku forðar honum frá hinum geysilega ókosti, sem er jafnan förunautur þeirra — nefnilega óhrein- skilni, uppgerð og lygi. Mælskumenn og rithöfundar eru

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.