Kirkjuritið - 01.11.1958, Síða 4

Kirkjuritið - 01.11.1958, Síða 4
386 KIRKJURITIÐ Kirkjuþingið verði haldið í Reykjavík 3. hvert ár, skipað 24 mönnum, biskupi, einum lögfræðingi tilnefndum af ráðherra Islands, einum guðfræðingi tilnefndum af biskupi, og 21 full- trúa, kosnum úr prófastsdæmunum. Það skal standa yfir í 8 daga og verkefni þess sé að „vinna að uppbyggingu hinnar íslenzku þjóðkirkju á grundvelli kristilegrar trúar og evan- gelisk-lúterskrar játningar, með því að íhuga og gera álykt- anir um þau mál, bæði ytri og innri, sem varða þjóðkirkj- una í heild sinni og einstaka söfnuði hennar“. „Kirkjuþingið skal hafa: 1. Ráðgjafaratkvæði og tillögurétt um öll kirkjuleg löggjaf- armál, þ. e. þau mál, sem liggja undir verksvið löggjaf- arvaldsins. 2. Samþykktaratkvæði um öll innri kirkjuleg mál, er hafa almenna þýðingu, svo og þau mál, sem hið almenna lög- gjafarvald fær kirkjuþinginu til meðferðar. 3. Ráðstöfunarvald yfir fé þvi, sem lagt kann að verða til kirkjulegra þarfa eftir þeim nánari ákvörðunum, sem fjárveitingarvaldið kann að setja.“ Þetta merka frumvarp var þó ekki borið fram á Alþingi, og olli það mikilli óánægju og sárum vonbrigðum. Lét einn nefndarmanna svo um mælt, að „tjónið hefði verið minna, þótt öll hin frumvörpin hefðu verið söltuð en þetta eitt næði fram að ganga, þar sem hér er að ræða um eitt af frumskil- yrðunum fyrir því, að þjóðkirkjan geti náð ákvörðun sinni sem þjóðkirkja. Á hinu öllu er þörf, en á þessu var nauðsyn.“ Síðan líða mörg ár — áratugir svo, að kirkjuþingsmálinu er ekki hreyft, en hugur vakir þó á því með ýmsum beztu mönnum kirkjunnar. Þykir mér líklegt, að hann hafi glæðzt við hina almennu kirkjufundi, sem hófust 1934 að frum- kvæði Gísla Sveinssonar sýslumanns. Loks var hafin sókn á aðalfundi Prestafélags Islands 1938. Þar flutti Magnús Jónsson prófessor erindi um sjálfstæði kirkjunnar og lagði höfuðáherzlu á, að hún fengi sitt kirkju- þing. Nefnd var kosin í málinu og samdi hún frumvarp til laga um kirkjuþing, sem borið var fram á aðalfundi næsta

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.