Kirkjuritið - 01.11.1958, Blaðsíða 6

Kirkjuritið - 01.11.1958, Blaðsíða 6
388 KIRKJURITIÐ um með yfirgnæfandi meiri hluta atkvæða og afgreitt sem lög frá Alþingi 21.maí 1957. Vil ég nú flytja alúðarþakkir öllum, sem því hafa Lagt lið fyrr og síðar, og ekki sízt hæstvirtum kirkjumálaráðherra, er hann lét bera frumvarpið fram sem stjórnarfrumvarp. Vænti ég þess, að sá meiður lifi og blómgist, er seigir ræt- ur svo langt aftur í tímann. Gildi kirkjuþings tel ég mikið, ótvírætt, ef vel er á haldið. Séra Sigurður Sívertsen ritaði stórmerka grein um kirkju- þing árið 1907 og leiðir þar rök að því, hve mikilsvert það sé og eftirsóknarvert. Standa rök hans í jafn góðu gildi sem þau væru borin fram í dag. Þau eru fern: Kirkjuleg löggjafarmál geta á þann hátt fengið betri und- irbúning undir Alþingi en áður hefir verið. Innri mál kirkjunnar verða þá útkljáð af þeim mönnum, sem mestan hafa áhuga sýnt á kirkjumálum og söfnuðirnir bera traust til. Verður bezt fyrir kirkjuna eins og hvert ann- að félag að fá að ráða sínum eigin sérmálum. Með kirkjuþingi mun meiri samvinna komast á með söfn- uðum landsins og prestum þerira. Frá söfnuðunum munu berast raddir almennings til héraðsfundanna og þaðan aftur til kirkjuþingsins. Ýmsir starfsmenn kirkjunnar munu þá geta betur neytt hæfileika sinna í þjónustu kirkjunnar og miklu siður draga sig í hlé. Ég hefi undanfarið kynnt mér það, sem skrifað hefir ver- ið um kirkjuþing eða rætt í sölum Alþingis. Þykir mér þar einna vænzt um það, sem einn af forystumönnum sjómanna- stéttarinnar sagði 1941: „Ég sé í hlutverki kirkjunnar svo margt og mikið, og ég tel, að með þessu frumvarpi (um kirkjuþing) ,sé lagður nokk- ur hyrningarsteinn undir það að undirbyggja það starf, sem ég tel að kirkjan eigi að hafa með höndum, þ. e. leita til leikmanna um að ræða þau mál, sem stundum eru kannske ekki kölluð andleg mál — félagslega þróun til vellíðanar

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.