Kirkjuritið - 01.11.1958, Blaðsíða 8

Kirkjuritið - 01.11.1958, Blaðsíða 8
390 IÍIRKJURITIÐ Þetta verkefni er mikið og vandasamt, og þurfum vér þegar í upphafi að leitast við að gjöra oss ljóst, hvað til þess þarf að leysa það vel og trúlega af hendi. Mér skilst, að það sé einkum tvennt. Annað það, að vér séum samhuga og samtaka. Ég veit að sönnu, að trúarskoðanir vorar eru nokkuð skipt- ar, eins og löngum hefir verið með Islendingum. En reynsla er fyrir því, að menn geta vel unnið saman fyrir kristni og kirkju, þótt þeir líti ekki sömu augum á alla trúarlærdóma. Góðvild og gagnkvæm kynni geta opnað svo augu vor, að vér skiljum hverir aðra og metum og sjáum oft, að innst inni viljum vér hið sama. Svo hefir þetta jafnan verið um kyn- slóðirnar allt frá fyrstu kristni. Leitum þess, sem vér eigum sameiginlegt, og vér munirni komast að raun um, að það skiptir mestu máli, en hitt ósjaldan aukaatriði, sem ákafast er um deilt. Séra Valdimar Briem slær sannarlega á réttan streng í kirkjufundarsálmi sínum: Vér komum saman á kærleiksfund, í kærleika saman iðjum. Þótt mörg sé skoðun og margbreytt lund, vér móður samhuga styðjum, því ein er vor trú og ein vor von, og einn vér Föðurinn biðjum. Hitt skilyrðið fyrir góðum árangri af starfi voru er það, að vér lítum á verk vor á kirkjuþingi sem þjónustu við Guð vorn og fósturjörð. Þar er órofa samband í milli. Vegurinn til gæfu og gengis er sá að trúa á Guð sinn og land sitt. Og „sá, sem heitast ættjörð sinni ann, mun einnig leita Guðs og nálgast hann.“ Spyrjum jafnan, hvað sé heillavænlegast landi voru og þjóð, hvernig kirkjan megi bezt leiða oss Islendinga á Guðs- rikisbraut. Við hvert vandamál verðum vér að hafa vilja Guðs fyrir augum: Hvað vill hann, að vér gjörum? Og jafnvel þótt ein-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.