Kirkjuritið - 01.11.1958, Blaðsíða 35

Kirkjuritið - 01.11.1958, Blaðsíða 35
KIRKJURITIÐ 417 fremur fastur á fé, en ástriki þeirra hjóna var svo mikið, að þessi gjaf- mildi húsfreyju olli aldrei ágreiningi á milli þeirra. Árið 1878 fór Bjöm i Broddanesi í latínuskólann og útskrifaðist þaðan með fyrstu einkunn vorið 1884. Á latínuskólaárum sinum var harrn jafn- an kenndur við heimili foreldranna og nefndur Bjöm Broddi En vorið, sem hann varð stúdent, kvæntist hann heitkonu sinni, Guðfinnu Jens- dóttur. Hún var fædd og uppalin að Innri-Veðraá í önundarfirði. For- eldrar hennar vom Jens Jónsson og Sigríður Jónatansdóttir ljósmóðir. Var Sigríður af hinni alkunnu Thorbergsætt, og var þvi frú Guðfinna, kona séra Bjöms, náskyld Bergi Thorberg landshöfðingja. Árið 1886 varð Bjöm kandídat í guðfræði með hárri fyrstu einkunn og var það sama ár vigður til Bergsstaða í Svartárdal i Húnavatnssýslu. En árið 1889 sótti hann um Miklabæ í Blönduhlíð, en séra Einar Jónsson, sem var þar sóknarprestur á undan honum, sótti um brauð á Austurlandi. Senni- lega hefir hvomgur þeirra verið hneigður til breytinga, og reyndu þeir báðir að taka aftur umsóknimar, líklegast samt vegna áskorana sóknar- fólksins, en þær beiðnir vom ekki teknar til greina. Séra Einar fór aust- ur, en séra Björn flutti í Miklabæ. Um þessi atvik kvað Símon Dalaskáld: „Sín um aftur sóttu brauð, séra Bjöm og Einar.“ Séra Björn var ekki auðugur maður, þegar hann tók við Miklabæjar- prestakalli, en fjárhagur hans blómgaðist á Miklabæ, og fór brátt svo, að búreksturinn varð umsvifamikill og þvi margt fólk i heimili. Og síðasta áratug hans á Miklabæ mátti telja hann í flokki hinna efnaðri bænda í Skagafirði. Varð hann því að hafa margt verkafólk, vegna hinna miklu umsvifa við búreksturinn. Hann var sjálfur mikill ráðdeildarmaður og fór hófsamlega og gætilega með fjármuni, enda var þess nokkur þörf, því að gestkvæmt var á Miklabæ og höfðinglegar veitingar. Alla þá sunnu- og helgidaga, sem messað var á Miklabæ, var kirkjugestum veittur hinn bezti beini. Var frú Guðfinna hin mesta rausnarkona, og séra Birni vom þessar veitingar mjög að skapi. Þá kom og fleira til, sem olli því, að mann- margt var á Miklabæ hjá séra Bimi og frú Guðfinnu. Séra Björn hafði unun af að kenna. Hann var ekki aðeins hinn gáfaði og göfugi kennimað- ur, heldur einnig hinn mikli fræðari og kennari. Hann starfrækti líka alltaf skóla heima. Hófst skólinn venjulega um vetumætur, þegar allar haustannir voru úti, og stóð fram að sumarmálum, þannig fræddi hann sjálfur börn sín og fleiri. Að vísu vom nokkurar frátafir, vegna prests- verka, einkiun húsvitjana, sem tóku alltaf nokkurn tíma. Stundum voru unglingspiltar, sem vom að búa sig undir lengra nám, teknir til kennslu. Séra Björn var fagurfræðilega sinnaður. Hann var ævinlega vel klædd- 27

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.