Kirkjuritið - 01.11.1958, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.11.1958, Blaðsíða 42
Þrjú andleg Ijóð eftir frú Sigríði Björnsdóttur frá Hesti. Guð er minn Guð! Guð er imnn Guð, og gæfa mín er tryggð, í gleði snýst min sálarangist, hryggð. 1 fylgsnum hjartans herra ítök átt. Ég óttast ei, þú tókst mig, Guð, í sátt. Ég kom til þin i niðurbeygðri neyð, }>inn nægtabrunnur eftir mér þar beið. Sem visið laufið viljakraftur minn, þú veittir, styrktir, gafst mér friðinn þinn. En nú er allt svo yndislega bjart, er áður virtist litlaust, dautt og svart, því ársól þín í austri skín mér skær og skrýðir, fegrar, ljúfur sumarblær. Þú leiddir mig. Þú leiddir mig i gegnum dauðans dyr, þann dýrðarljóma sá ég aldrei fyr. Ö, kom, og rétt mér þína hægri hönd, og heilög náðin styrki mina önd. Á bak við tjald, er byrgði mina sýn, þar blessuð sé ég æskulöndin mín. Þar himinhvolfið ljómar ljósum prýtt. Ég lofa Guð, sjá allt er orðið nýtt. Þú sem — Þú, sem lætur rós við rós rjóða í fegurð skarta, og sem kveikir Ijós við ljós, lýstu minu hjarta!

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.