Kirkjuritið - 01.11.1958, Blaðsíða 7

Kirkjuritið - 01.11.1958, Blaðsíða 7
KIRKJURITIÐ 389 fólksins. Hinum óprestvígðu mönnum á að gefast kostur á að leiða þessi mál fram til umræðu.“ Kjami málsins er sá, að minni hyggju, að við kirkjuþing mun vald kirkjunnar og sjálfstjórn vaxa og samstarf presta og leikmanna aukast. En hvort tveggja er höfuðnauðsyn. Því að hver getur verið hæfari til að stýra málum kirkj- unnar en kirkjan sjálf. Og aldrei hefir borizt skýrar kallið til kirkjunnar: Sameinizt nú prestar og leikmenn, allir í einn flokk. Kristindómurinn einn megnar að hefja þjóð vora, efling trúar og siðgæðis. Aðrar þjóðir, sem eignazt hafa kirkjuþing, telja það gæfu, og myndu ekki vilja fyrir nokkra muni af því missa. Ég var nýlega á fundi með biskupum Finnlands, þeir töldu kirkju- þing sitt þjóðargæfu og Guðs blessun og kváðust ekki geta hugsað sér að vera án þess. Vöntun kirkjuþings á undanförnum árum hefir ekki verið jafn tilfinnanleg fyrir það, að vér höfum átt kirkjuráð, sem um fullan aldarfjórðung hefir unnið vel og trúlega að kirkj- unnar málum. Og er mér ljúft að minnast þess hér með þakklæti. Verður nú innan skamms kosið hér á þinginu nýtt kirkjuráð — eins konar framkvæmdastjórn kirkjuþingsins. Það er mikil ábyrgð, sem á oss hvílir, fyrstu kirkjuþings- mönnunum. Vér stígum fyrstu skrefin, mótum upphaf sögu kirkjuþings á Islandi, mörkum að einhverju leyti stefnu þess á komandi timum. Valdi og hlutverki kirkjuþings er lýst í 14. grein laganna um það: „Kirkjuþing hefir ráðgjafaratkvæði og tillögurétt um öll þau mál, er kirkju, klerkastétt og söfnuði landsins varða og heyra undir verksvið löggjafarvaldsins eða sæta forsetaúr- skurði. Það hefir og rétt til þess að gera samþykktir um innri málefni kirkjunnar, guðsþjónustur, helgisiði, fermingar, veit- ingu sakramenta og önnur slík. Þær samþykktir eru þó eigi bindandi, fyrr en þær hafa hlotið samþykki kirkjuráðs, presta- stefnu og biskups."

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.