Kirkjuritið - 01.11.1958, Blaðsíða 9

Kirkjuritið - 01.11.1958, Blaðsíða 9
IiIRKJURITIÐ 391 hver málin kunni að þykja næsta jarðbundin og hversdags- leg, þá litum á þau einnig frá andlegu sjónarmiði — sub specie æternitatis. Kirkjan þarf að eflast svo að þjónandi kærleiksvaldi, að hún ráði stefnu þjóðlífsins. Menn verða að hætta að spyrja: Hvað getur þjóðin gjört fyrir mig, en hugleiða i þess stað: Hvað getum vér gjört fyrir þjóðina? Menn verða að læra að meta betur sjálfstætt gildi starfanna og finna laun í fögru verki, leggja fram allt sem þeir eiga fyrir land sitt og reyna sannleikann: að sælla er að gefa en þiggja. Leitumst við að vinna svo á kirkjuþingi, að kirkjan leiði sem mesta blessun yfir þjóð vora, gefi í krafti Krists „um aldir æ fslands hverri sveit og bæ hnossið það, sem heill er þjóða, hreina trú og siðu góða.“ Að svo mæltu býð ég yður alla velkomna til starfs og set þetta fyrsta kirkjuþing þjóðkirkju íslands. Oss styðji Guð giftu, kirkjuþing vort og kirkju, land og þjóð. Ljós hans lýsi hrjáðu og villtu mannkyni á veg friðar og farsældar. Biðjum þess með hljóðri bæn. Sérhver kristinn maður er kallaður til starfs í vingarði Guðs. Hvar er hann? Hann er hér, í söfnuði þínum. Likt og dýrðlegir laufgrænir trjá- garðar dyljast stundum að baki grárra, óvistlegra húsaraða, fer víngarði Guðs. Hann er mitt á meðal vor. Menn verða aðeins að vilja leita hans, og ganga inn í hann til starfa og unaðar. — Olfert Ricard.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.