Kirkjuritið - 01.11.1958, Blaðsíða 16

Kirkjuritið - 01.11.1958, Blaðsíða 16
398 KIRKJURITIÐ I rauninni gegnir það furðu, hve þessum mönnum, mörgum i ein- angrun og fásinni, liggur mikið á hjarta. Ár eftir ár koma frumherj- arnir sjálfir, og siðan hver af öðrum, í þeirra spor, hlaðnir erindum og áhugamálum, varðandi starfið í kirkjunni og meðal fólksins. Á stofnfundinum á Sauðárkróki 8. og 9. júní 1898, Jiar sem þó eru aðeins mættir prestamir vestan Heiðar, úr Húnaþingi og Skagafirði, eru t. d. ekki fluttir færri en fimm fyrirlestrar, og fylgdu þeim öllum meiri og minni umræður. Þar sjáum vér fyrst nafn séra Hjörleifs Einarssonar á Undirfelli, hins eiginlega upphafsmanns félagsins, og hann hefir valið sér efnið, sem hendi var næst: „Um samtök presta Og næstur honum kemur séra Zóphonías Halldórsson í Viðvík, einnig lifið og sálin í þessum félagsskap frá byrjun og meðan honum entist aldur, og svarar spurningunni: „Hvernig eiga prestar aÖ prédika?“ Og þriðja nafnið frá þessum fyrsta fundi félagsins má einnig telja, svo oft sem það sést næstu árin í fundargerðum: séra Björn Jónsson á Miklabæ. Hann ræddi um barnaguSsþjónustur, sem þeir séra Zóphonías höfðu þá báðir komið á, hvor í sinu kalli, mál, er áratugum siðar varð helzta umræðuefni margra kirkjulegra funda í landinu, prestafélaga og prestastefna. Þá er enn skylt að nefna þáverandi sóknarprest á Sauðárkróki, séra Árna Björnsson, síðar prófast í Görðum á Álftanesi, sem léði hús sitt til þessara fyrstu fundarhalda Prestafélagsins og reyndist allt af, meðan hans naut hér við, hinn bezti liðsmaður. Hann flutti af félagssvæðinu 1913. Og J>ennan fyrsta fund félagsins sat svo einn maður, sem hér er við- staddur i dag, séra FriSrik Fri&riksson, þá stúdent á Prestaskólanum. Það var oss óvænt og mikið fagnaðarefni, og setur sérstakan svip og ljóma á þessa afmælishátið. En minna mætti lika á Akureyrarfundinn árið eftir, þar sem yfir 20 kennimenn úr öllum prófastsdæmum stiftisins, nema einu, koma fylktu liði, og félagssamtökin færast í það horf, sem þeim var ætlað, fá ákveðið heiti og skráð lög. Aðeins einn eyfirzku prestanna, þann, er lengst átti að sækja, vantaði á þenna fund, og úr Suður-Þingeyjarsýslu varð sóknin svipuð. Og nú bætast við liðsmenn, sem mikið láta til sin taka næstu árin og skipa sér þétt um merki félagsins með fyrstu stofnendum. Má þar nefna séra Árna Jónsson á Skútustöðum, séra Benedikt Kristjánsson á Grenjaðar- stað og séra Sigtrygg GuSlaugsson, seinna á Núpi, sem nú er einn enn

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.