Kirkjuritið - 01.11.1958, Blaðsíða 22

Kirkjuritið - 01.11.1958, Blaðsíða 22
404 KIRKJURITIÐ Inn í þenna fund, sem var mjög fjörmikill og ánægjulegur var svo skotið stuttum Prestafélagsfundi, og hafði séra Friðrik þar forsæti i fyrsta sinn. En hann átti síðan eftir um langt árabil, eins og kunnugt er, að leiða flest félagsleg samtök norðlenzkra presta sem sjálfkjörinn foringi þeirra og fyrirsvarsmaður. Og þarna sórust prestarnir enn í bræðralag um sinn gamla félagsskap, að halda honum „sem mest vakandi“, og töldu það enn sem fyrr mikinn ávinning, þrátt fyrir breyttar aðstæður og ólika tíma . Næst koma svo prestamir aftur saman á Akureyri haustið 1939, og varð það minntsstæður fundur, því að þá daga brauzt út hin síðari heims- styrjöld, en þær óhugnaðarfréttir fylltu hug allra geig og alvöm. Erindi voru flutt um ýmis efni, en hugsun og umræða manna snerist öll um það sama, hvernig bregðast skyldi við þessum mikla vanda. Og liklega hefir enginn fundur Prestafélagsins látið frá sér fara lengri né ýtarlegri samþykkt en hér var gerð í þessu máli. En allt hné að því einu að hvetja „til fyrirbœna um frið og sátt“ með styrjaldaraðilum, og skora á þjóðina sjálfa að gœta hófs í innbyrðis deilum og standa trúlega á verði um sína helgustu dóma, þjóðerni sitt, tungu og trú, hvað sem að hendi kœmi. Á þessum fundi, sem hófst með hátíðlegri athöfn við homsteinslagn- ingu í Akureyrarkirkju, sunnudaginn 3. sept., var tekin upp sú nýbreytni í Eyjafirði, að aðkomuprestar fluttu guðsþjónustur, tveir og tveir saman, viðsvegar í næstu kirkjum héraðsins. Og var því hvarvetna fagnað af söfnuðunum. Eg segi svo þessa sögu ekki miklu lengri. Til þess er í rauninni komið of nærri vomm eigin tima. Starfsemi Prestafélagsins lætur og lítið yfir sér næstu árin, og oft liggur hún í algeru þagnargildi, eins og stundum fyrr. En fundir em þó haldnir við og við, og margir munum vér minn- ast þeirra með þakklætis- og gleðikennd. Og nálega allir eru þeir nú, um hartnær tuttugu ára skeið, bundnir þessum stað. Hólar hafa kalláð og kvatt oss saman. Vér höfum komið hingað af ýmsu tilefni. Um mörg ár var það, sem vér söfnuðumst hingað á „Hóladaginn“, þegar unnið var að því að reisa klukkutuminn fagra við kirkjuna, til minningar um Jón biskup Arason. Heimamenn sjálfir höfðu þar fomstuna, og heiður sé þeim fyrir það, en þar vom líka fulltrúar úr félagi voru prófastarnir séra Guðbrandur og séra Helgi fremstir. Og Hólar urðu sameirúngartákrúð, nú eins og áður, allra norðlenzkra presta og allra norðlenzkra safnaða.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.