Kirkjuritið - 01.11.1958, Blaðsíða 32

Kirkjuritið - 01.11.1958, Blaðsíða 32
Frá Kirkjufundinum, Á Hinum almenna kirkjufundi, sem haldinn var dagana 11.—13. októ- ber, voru þessar ályktanir gerðar: 1. Hinn almenni kirkjufundur 1958 telur æskilegt, að hið fyrsta verði stofnaður almennur kirkjulegur lýðskóli í Skálholti, með líku sniði og víða er á Norðurlöndum. Auk hins almenna lýðskóla verði þar haldin námskeið, þar sem prestar, söngstjórar og organleikarar, æsku- lýðsleiðtogar og aðrir starfsmenn kirkjunnar fái leiðbeiningar og þjálfun til undirbúnings félagslegu starfi á vegum kirkjunnar. Enn- fremur fari þar fram almenn námskeið og sumarbúðastarf eftir þvi sem auðið reynist. 2. Hinn almenni kirkjufundur 1958 telur æskilegt, að fulltrúum úr hópi leikmanna verði bætt við í æskulýðsnefnd þjóðkirkjunnar. Einn- ig, að sérstakur fulltrúi verði ráðinn til að samræma og liafa um- sjón með æskulýðsstarfi kirkjunnar. 3. Fundurinn ítrekar tilmæli, sem áður hefir verið beint til presta og safnaðarnefnda í landinu, um að einn messudagur ársins, t. d. pálma- sunnudagur, verði sérstaklega helgaður kristniboðsmálinu, og verði þá tekið við gjöfurn þvi til stuðnings. Sé biskupi falin meðferð málsins. 4. Fundurinn felur formanni undirbúnings- og stjórnarnefndar að koma á framfæri við gjaldeyrisyfirvöldin eindreginni ósk um, að Samband íslenzkra kristniboðsfélaga fái hindrunarlaust að yfirfæra í gjaldeyri þær gjafir, sem berast til kristniboðsstöðvarinnar í Konsó. 5. Kirkjufundurinn heitir á allan landslýð að gera allt, sem fært er, til þess að standa gegn illu valdi áfengisins, sem nú herjar geigvæn- lega meðal æsku landsins. 6. Kirkjufundurinn felur stjórnamefndinni að ákvarða á sínum tima, hvenær næsti almennur kirkjufundur skuli haldinn, annaðhvort 1959 eða 1961, er Kirkjuþing kemur ekki saman. Kosið var á kirkjufundinum í stjórnarnefnd að hluta, og skipa hana nú eftirgreindir menn. Aðalstjómarnefnd: Gísli Sveinsson fyrrv. sendi-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.