Kirkjuritið - 01.11.1958, Blaðsíða 15

Kirkjuritið - 01.11.1958, Blaðsíða 15
Endurminningar og vonir. Sextíu ára afmælisminning Prestafélagsins í liinu forna Hólastifti. Erindi í Hóladómkirkju sunnud. lO.ágúst 1958. „Endurminningar og vonir". Svo var erindi nefnt, er eitt sinn fyrir löngu var flutt hér í Hóladómkirkju. Og nú kemur mér eitthvað svipað í hug á þessari hátíðarstund. En aðal-tilefni hennar er 60 ára afmæli Prestafélagsins i hinu forna Hólastifti. Það sýnist ekki fjærri á þeim tímamótum að horfa til baka og minn- ast þess, sem er liðið. Svo merk er saga þessara gömlu félagssamtaka að ýmsu leyti og þeirra manna margra, er þar stóðu fremstir í flokki. Og sizt er að undrast, þó að sumt af þvi, er hér ber fyrir augu, þegar um er skyggnzt og eftir leitað í safni minninganna, veki einmitt þær vonir, sem vér öll viljum eiga um framtíð kirkjunnar í þessu landi og vora kristnu þjóðarmenning. Á öðrum vettvangi hefir rækileg grein verið gerð fyrir upphafi Presta- félagsins i Hólastifti og getið helztu atriðanna í þessari 60 ára sögu. Rakti séra Helgi Konráðsson prófastur það efni í ýtarlegu synodus- og útvarpserindi nú í vor, eins og mörgum er kunnugt. Ætlaði ég ekki að endurtaka af því, nema sem minnst, en erfitt reynd- ist, þegar til kom, að geta félagsins hér öðru visi en að segja sögu þess á ný, nokkuð samfellda. Hún er og að ýmsu svo sérstæð, að hún þolir það vel, að fleiri en einn segi og oftar en um sinn. 1 byrjun voru þessi félagssamtök norðlenzku prestanna mjög nýstár- legt og merkilegt fyrirtæki. Á þeim tíma, eða um siðustu aldamót, voru slíkar hreyfingar í þjóðlífinu nólega óþekktar. Og fáar starfsmannastéttir landsins höfðu þá nokkur teljandi samtök sín í milli. Nú var það heldur ekki svo, að þessu félagi væri i öndverðu eða nokkru sinni ætlað sérstaklega það hlutverk, að gæta fyrst og fremst hagsmuna prestanna sem stéttar eða starfsmannahóps. Langt frá því. Launa- og kjaramál skipa þar aldrei fyrirrúmið og eru áberandi sjaldan ó dagskró hinna mörgu funda. En þar er samt ekki efnis vant. Öðru nær.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.