Kirkjuritið - 01.11.1958, Blaðsíða 37

Kirkjuritið - 01.11.1958, Blaðsíða 37
KIRKJURITIÐ 419 stefnum og straumhvörfum á sviðum guðfrœðinnar á 19. öldinni og fram á fyrsta og annan tug 20. aldarinnar, einkum i enskri og þýzkri guðfræði. Hann átti i bókasafni sínu smærri og stærri guðfræðirit hinna ágætustu guðfræðinga í Þýzkalandi. Las hann þessi rit gaumgæfilega af vísinda- legum áhuga og var í mörgum greinum samþykkur niðurstöðum hinna þjóðversku snillinga. En þar sem hann var sjólfur visindamaður að upp- lagi og frábærlega dómbær gáfumaður, hafði hann hina þýzku guðfræði fremur til hliðsjónar en að hann væri henni samþykkur í öllum grein- um. Trúarþrek hans og trúareinlægni visaði honum fyrst og fremst veg- inn á hinum torráðu guðfræðibrautum, og þann veg varð honum hin há- spekilega guðfræði sverð og skjöldur i skoðanakönnuninni og starfinu alveg sérstaklega. Á námsárum mínum í guðfræðideild Háskóla Islands vildi það til í einni kennslustund, að Jón Helgason prófessor fór að óminna okkur nem- endur sína um að hætta ekki að lesa guðfræði, þegar við færum úr Háskólanum. Við skyldum kaupa og lesa vönduð og sígild guðfræði- ritverk. Því færi mjög fjærri, að allir íslenzkir guðfræðingar gerðu þetta, en þeir væru samt til. Og í sambandi við þessi ummæli sagði hann okk- ur frá þvi, að fyrir þrem árum hafi hann verið staddur í bókabúð í Reykjavík og komið þar auga á vísindarit eftir frægan þýzkan guðfræð- ing. Hefði sér strax leikið hugur á að eignast þessa ágætu bók, en þegar til kom hafði bóksalinn pantað hana eftir beiðni og tilvísan séra Björns Jónssonar í Miklabæ. Jón prófessor Helgason dáðist að þessu, að sveita- prestur norður í landi skyldi fylgjast betur með útgáfu merkra guðfræði- rita suður ó Þýzkalandi en guðfræðikennarar í Hóskóla Islands. En þegar ég heyrði þetta, vissi ég undir eins, hvernig i þessu lá. Tveir Þjóðverjar, sem oft höfðu gist í Miklabæ, J. C. Poestion og dr. Vogt, höfðu bréfa- skipti við séra Björn. Þeir hafa sent honum merkustu skrár um útgófu guðfræðirita í heimalandi sínu, svo að hann gæti valið úr og pantað að eigin vild. En sama var. Séra Björn hafði skapað þarna svo fagurt for- dæmi, að háskólakennari fann sig knúðan til þess að benda prestaefnum sínum á það. Og ég, sem þekkti séra Björn mjög vel, verð að bæta því hér við, að ég þekkti aldrei til annars en fagurra fordæma í öllum háttum og athöfnum hans. Séra Geir vigslubiskup Sæmundsson byrjar minningargrein um séra Björn lótinn á þessa leið: „Það eru sumarhugsanir, sem vakna í sál minni, þótt vetrarlegt sé út að líta, þegar ég leiði fram í hugann minningar þær, sem ég á um séra Björn í Miklabæ. Svo bjartar eru þær og hlýjar, — hafa allar á sér einkenni sumarsins.“ Siðar segir hann í þessari sömu

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.