Kirkjuritið - 01.11.1958, Blaðsíða 18

Kirkjuritið - 01.11.1958, Blaðsíða 18
400 KIIiKJURITIÐ Hitt erindi séra Zóphoníasar var um trúarvakningar og nauðsyn þess, að prestar vinni að því eftir mætti, að vakning komi í söfnuðinum, „holl, almenn vakning, laus við allan trúarofsa og ófrelsi; því margir sofa og margir eru illa vakandi.“ En „helztu meðölin til að koma slíkum vakn- ingum af stað eru barnagu'Ssþjánustur, kristilegur ungmennafélagsskapur, trúar-samtalsfundir, að prestar messi á víxl, hverir hjó öðrum, og síðast en ekki sízt iSuleg, alvarleg trúarörugg bæn til GuSs“. (Nýtt kbl. 1907, bls. 182n). En réttum sex mánuðum síðar en séra Zóphonias mælti þessum heitu hvatningarorðum til starfsbræðra sinna á Sauðárkróksfundinum, var hann látinn. Hann andaðist 3. janúar 1908, og sendi séra Matthías fallega kveðju fró Prestafélagi hins forna Hólastiftis að moldum hans, en þar eru þessar hendingar: „Syngjum enn, það færir fró: gömlu, frægu, hrumu Hólar, hann fór burt að gá til sólar, ljóssins unga naut ei nóg! Sjá, hinn yngsti hlynur Hóla, hinzti vörður kirkju og skóla leið og dó!“ En — „Fylli lof, þótt falli tór, milli fjalla móðurjarðar, milli hlíða Skagafjarðar! Skín á tárum unga ór! Guði lof, er grætt oss hefur, Guði lof, er sigur gefur! Sjatna sár!“ Og nú verður hlé á starfsemi félagsins. Fundur, sem ákveðinn hafði verið á Akureyri 1908, fellur niður. Árið 1909 kemur svo löggjöfin urn vígslubiskupana, og þá er einnig farið að ræða um almennan kirkjulegan fulltrúajund fyrir landið allt, mest að frumkvæði séra SigurSar P. Sí- vertsens á Hofi austur, siðar prófessors, sem um næstu tvo áratugi og lengur átti eftir að hafa afskipti af þessum málum, meiri og farsælli en nokkur maður annar. Er að sjá sem norðlenzku prestarnir biði átekta, meðan þessu fer fram. En nú kemur kalliS frá Hólum. 1 byrjun júlimánaðar 1910 hafði verið efnt hér til mikilla og óvenju-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.