Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1961, Blaðsíða 11

Kirkjuritið - 01.01.1961, Blaðsíða 11
KIRKJURITIÐ 5 lengstu lög settu hinir gömlu prestar metnað sinn í það að vera á sínum stað, hverju sem viðraði, ríða á útkirkjur sínar, jafnvel þótt gera mætti ráð fyrir messufalli. Þetta var styrkur þeirra og aðall, þó að fáa úr söfnuðinum kunni að hafa grunað, hvern- ig það „fór með“ þann mann, sem vildi reynast Drottni sínum trúr, að mæta kuldanum og afskiptaleysinu. —■ Þetta virðist vera dökk mynd. Og smeykur er ég um, að hún þyki ekki ein- hvern tíma til mikils sóma fyrir íslenzka menningu. Ef til vill hefur alþýða manna eitthvað sér til afsökunar. Mörg ný við- fangsefni leituðu á hugann og kröfðust úrlausnar, svo að menn gættu þess ekki, að kirkjan þyrfti einnig síns með, til að mæta kröfum nýs tíma. Auk þess trúði fólkið sinum menntamönnum, fulltrúum vísinda og upplýsingar. En mynd þessa tíma á einnig sínar ljósu línur. Ef til vill fann prestastéttin það nú betur en áður, að hún var andleg stétt, sem þrátt fyrir allt var ekki til þess kölluð að vera í hreppsnefndum eða á alþingi, þótt gott væri fyrir þjóðina á köflum að eiga hana þar að. — Og eftir- tektarvert er, að einmitt í þessari einangrun sinni frá þjóðinni finna prestamir þörf til nýrra átaka. Eitt dæmi þess er stofnun Prestafélags íslands. Sem ungur stúdent fór ég með föður mín- um á Vallanesfundinn, þar sem prestafélag Austfjarða var stofnað. Þar hittust í fyrsta sinni menn, sem verið höfðu kenni- menn í sama landsfjórðungi hálfan eða heilan mannsaldur. Ég mun aldrei gleyma þeirri hrifningu og þeim bróðurhug, sem þar birtist, hvernig þráin eftir andlegu samfélagi brann í hugum og hjörtum prestanna. — Og þetta kom fram í mörgu fleira. Þegar ég nú, hátt á sextugsaldri, rifja upp fyrir mér allan þann áhuga, löngun til nýrra úrræða, tillögur til umbóta, hugsjónir og fögur áform, sem fram hafa komið á prestafundum liðinna ára — þá birtir ósjálfrátt yfir huga mínum. Hvort sem nokkurs er virt eða ekki, það sem eftir stéttina liggur á þessari öld, — þá er eitt víst: Prestarnir hafa haft fullan hug á að reynast trúir sem andlegir þjónar og forystumenn, með fullri vitund þess, að þeir hefðu skyldur við samtíð sína, kirkju og land. Annar ljós punkt- ur er einnig í þessari mynd. Nú er ekkert ytra vald, engin nauð- ung, sem rekur safnaðarfólk til að sækja messur eða taka þátt í kristilegu starfi. Þeir, sem koma til móts við prestinn sinn, hvort sem þeir kunna að vera fáir eða margir, gera það af því, að þeir finna sjálfir þörf fyrir kristna trú og kirkjulega þjón-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.