Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1961, Blaðsíða 32

Kirkjuritið - 01.01.1961, Blaðsíða 32
26 KIRKJURITIÐ stundaði síðan framhaldsnám í Suður-Þýzkalandi í tvö ár. Vinn- ur nú að samningu doktorsritgerðar. Séra P. H. Jörgensen er þrátt fyrir þetta enginn bókaormur. Hann vann fyrir sér á skólaárunum bæði sem kennari og með hafnarvinnu. Hann heldur því fram, að kirkjusóknin sé svo sem ekkert lakari hjá sér en almennt gerist í landinu. En hann kveðst ekki hafa svo sterk bein né svo mikið andlegt þrek, að hann geti afborið að prédika að mestu yfir tómum kirkjustólum. Kveðst ekki geta látið sér lynda að vera iðulega kvaddur til ræðuhalda á öðrum vettvangi og ýmissa félagsstarfa. Uni þvi heldur ekki, að unglingarnir sinni hvorki kirkju né kristindómi, nema í einhverju föndur- eða skemmtiformi. Þótt 90 hundraðshlutar eða meira sæki ekki kirkju, sé fólk óneitanlega trúhneigt, segir hann. Það játar fúslega, að margt sé oss hulið milli himins og jarðar, og einhver hönd önnur en mannanna sé með í spilinu. Það vilji og gjarnan, að presturinn framkvæmi aukaverkin og helzt upp á punt. Boðorðin, eða öllu heldur siðgæðið, telja flestir það eina, sem nokkru máli skipti í kristindóminum, nema þá þegar horfzt er í augu við dauðann. Og þess vegna eru prestarnir þrátt fyrir allt ómissandi. ,,Ef ekki hillti undir neitt fyrir utan sjónhring þessa lífs, væri tilveran napurt grín, eins og Voltaire sagði.“ Undirrót auglýsingarinnar? Þessi: „Það væri ekkert tiltöku- mál, þótt menn grýttu oss, en sakir standa þannig, að mér eru greidd laun sem presti, en fólk vill nota mig eins og trúðleika- stjóra. Það sem mest hleypti málinu af stokkunum var það, að ekki einu sinni safnaðarstjórnin sækir kirkju.“ Presturinn heldur því fram, að auglýsingar séu óhjákvæmi- legar á þessum vettvangi sem öðrum. Hinu er ekki að leyna, að menn hafa tekið þessari misjafnlega. Sum sóknarbörnin hafa stórhneykslazt á henni og talið hana vott um sjálfsánægju klerksins, þótt hún sé í raun réttri neyðarkall. Aðrir hafa farið fram á, að hann læsi með þeim „Roðasteininn" í stað Biblíunn- ar. ... En hvað um það — allt er betra en þögnin og tómlætið. Annaö hljóö í strokknum. Þær fregnir berast nú frá Bretlandi, að þar færist kirkjusókn mjög í aukana síðustu mánuðina. í sumum söfnuðum í Lundún- um hefur reynzt þörf á að láta prenta spjöld með áletruninni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.