Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1961, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.01.1961, Blaðsíða 40
34 KIRKJURITIÐ En 26. janúar ákveður nazistastjórnin að Blessing Dahle sókn- arprestur skuli framkvæma þessa messu. Orsök þess var sú, þótt það væri ekki látið uppi, að ákveðið var, að Quisling skyldi þá taka við embætti sínu sem forsætisráðherra, og Blessing Dahle, sem var hliðhollur Nazistum, leggja blessun yfir það í dómkirkjunni. Bæði Fjellbu og Stören, þáverandi Niðaróss- biskup, mótmæltu þessari ráðstöfun eindregið, en það kom fyr- ir ekki. Fjellbu tók loks það ráð að gefa eftir, en syngja messu klukkan tvö í staðinn. Var það auglýst í blöðum í Niðarósi fyrir helgina, en stjórnarvöldin í Osló of sein að átta sig á því, svo að skeyti til Fjellbus, sem bannaði honum einnig þá messu- gerð, kom ekki til hans fyrr en eftir dúk og disk. Konu Fjellbus „vitraðist í draurni", að eitthvað mundi draga til tíðinda þennan sunnudag, svo hann að ráði hennar fór leyni- lega til dómkirkjunnar fyrir allar aldir um morguninn og fald- ist þar. Vissu engir af því, nema kona hans og sonur og tveir aðrir trúnaðarmenn. Leyndist hann í skrifstofu Helge Thiis húsameistara í einu afhýsi dómkirkjunnar. Hámessan kl. 11 fór fram samkvæmt áætlun. ,,Nazistahirðin“ mætti í fullum skrúða, en fáir borgarar. En þegar klukkan 12,45 tók fólk að streyma að, til að vera við tvö-messuna, og lét ekki aftra sér, þótt 25 stiga frost væri úti. Þegar hér var komið, leitaði lög- reglan dyrum og dyngjum að týnda prófastinum, í því skyni að banna honum þjónustuna. En hann kom skiljanlega ekki í leitirnar. Þá greip lögreglan til þess ráðs um klukkan 1,15 að loka kirkjudyrunum. Dreif nú að bíla með einkennisbúnu liði og var gripið til kylfa til að hrekja manngrúann frá kirkju- dyrunum. En ekki var haggað við þeim, er þá þegar höfðu sloppið inn. Nokkru fyrir kl. 2 kom Stören biskup til kirkj- unnar. Hann leitaðist við að fá lögregluforingjann til að opna kirkjuna á ný. Það var ófáanlegt. Þá talaði hann nokkur frið- arorð til fólksins, bað það að sýna stillingu og beygja sig fyrir lögregluvaldinu, enda væri það óhjákvæmilegt. Síðan var hon- um sjálfum hleypt inn í kirkjuna. Þar sá hann Fjellbu i fullum skrúða. Fór nú guðsþjónustan fram sem venjuleg hámessa með altarisgöngu og ekki orði vikið að banni stjórnarvaldanna né aðförum lögreglunnar fyrir utan. Einn í margmenninu þar var L. Bang-Hansen, sóknarprestur í Ilen. Hann lýsir viðburðinum á þessa lund:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.