Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1961, Blaðsíða 45

Kirkjuritið - 01.01.1961, Blaðsíða 45
KIRKJURITIÐ 39 15000 km hraða um möndul sinn á klukkustund. Ef hún hins vegar snerist aðeins með 1500 km hraða á klukkustund, yrðu bæði dagarnir og næturnar tíu sinnum lengri, og sólarbreiskjan mundi þá svíða allan gróður daglega, og allur nýgræðingur, sem hjara kynni, frjósa i hel á hverri nóttu. Tökum annað dæmi. Sólin, lífgjafi vor, er 12000 stiga heit á yfirborðinu (miðað við Fahrenheit). Og fjarlægð jarðarinnar frá henni nákvæmlega hæfileg til að þessi „eilífi eldur“ vermir oss mátulega, en ekki um of. Hinn 23 gráða jarðhalli veldur árstíðunum. Ef honum væri ekki til að dreifa, mundi uppgufun sjávarins leita í norður og suður og þar hrúgast upp heilar álfur af hafís. Ef tunglið væri t. d. í 75 þúsund km f jarlægð, í stað þeirrar, sem nú er, yrðu sjávarflóðin svo ægileg, að þau færðu öll meginlöndin á bólakaf tvisvar á dag. Jafnvel fjöllin létu þá brátt ásjá. Ef jarðskorpan væri aðeins 10 fetum þykkri, væri súrefnið og þar með allt dýralíf úr sögunni. Hefði aftur á móti hafið orðið fáeinum fet- um dýpra, hefði köfnunarefnið eyðzt og þar með horfið allir gróðrarmöguleikar. Og ef gufuhvolfið væri ögn þynnra, mundu sumir loftsteinarnir, sem nú brenna milljónum saman daglega í geimnum, falla alls staðar niður á jörðina og kveikja hvern eldinn á fætur öðrum. Sakir þessa og ótal annarra dæma er ekki einn möguleiki á móti milljón, sem bendir til þess, að líf vort á þessari jörð sé sprottið af tilviljun. í öðru lagi: Úrrœöi lífsins til aö ná tilgangi sínum vottfesta, að einhver skynsemi hefur þar hönd í bagga. Enginn maður hefur séð til botns í sjálfu lífinu. Það hefur hvorki vikt né víddir, en hins vegar kraft: vaxandi trjárætur sprengja bjargið. Lífið sigrar loft, láð og lög og hefur sjálf frumefnin í hendi sinni, getur klofið þau og breytt um sam- band þeirra sín á milli. Virðum fyrir oss næstum ósýnlegan dropa af frymi. Það er glært og hlaupkennt, getur hreyfzt og dregið sér kraft frá sól- inni. Þessi eina sella, sem er ekki annað en örsmár, gegnsær, móðukenndur dropi, felur í sér lífssæðið og megnar að glæða það hjá öllum lífrænum hlutum, stórum og smáum. Kraftur þessarar dropaagnar er meiri en alls gróðurs, dýra og manna, þvi það er frumlind lífsins. Náttúran var þess ekki fær að skapa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.