Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1961, Blaðsíða 20

Kirkjuritið - 01.01.1961, Blaðsíða 20
Um nýjan og fornan tíðasöng. Viðtal við séra Sigurð Pálsson. Eins og getið hefur verið um hér í ritinu var flutt hátíðleg messa á Bessastöðum 1. sd. í aðventu í öðru formi en nú tíðk- ast. Vakti hún mikla athygli og aðdáun þeirra, er á hana hlýddu. Af því tilefni sneri ritstjórinn sér til séra Sigurðar Pálssonar, sem um langt skeið hefur lagt stund á að kynna sér fornan tíðasöng, og lagði fyrir hann nokkrar spurningar, sem hann góð- fúslega greiddi úr á eftirfarandi hátt: Hvernig stóö á því, aö þú fórst aö undirbúa þessa messu? — Mér varð ljóst fyrir mörgum árum, að kirkjusóknin stóð ekki i réttu hlutfalli við trú fólksins, og það beindi athygli minni að því að athuga, hvernig messan verkaði á fólkið. Síðan komst ég að þeirri niðurstöðu, að stöðnun væri komin yfir messu vora. Þetta tel ég, að sé ein af orsökum lítillar kirkju- sóknar. Messan verkar ekki sem tilbeiðsluathöfn (kultisk), heldur sem áheyrnarathöfn, og til þess er hún heldur ekki nógu glæsileg. Orsakir þessa liggja langt til baka. Ein er sú, að siðaskiptamenn lögðu hina mestu áherzlu á prédikunina. Var það vegna þess, að prédikun var nær eina leið- in til að fræða söfnuðinn á þeim tímum, þegar fólkið kunni ekki að lesa og var bókalaust. Þessi megináherzla á prédikun hefur haldizt, þó hin upprunalega ástæða sé úr sögunni. Það hefur orðið hefð, að allir prestar skuli prédika jafn mikið. Þrátt fyrir þá staðreynd, að ekki eru allir prestar gæddir hæfi- leikum til að prédika og geta verið góðir prestar samt. Mörg prestsembætti eru svo annrík, að presta skortir með öllu næði til lestrar og íhugunar, sem þó er nauðsynlegt þeim, sem á að prédika vel. Væri því áreiðanlega heppilegra, að sumar messur væru án prédikunar, og dugandi prédikarar ferðuðust um til að prédika. Svo hefur rómverska kirkjan gert allt frá miðöld- um og svo gera sértrúarflokkar nútímans. Ofuráherzla prédik- unar, án þess að sjá vel fyrir framkvæmd hennar, hefur þokað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.