Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1961, Blaðsíða 44

Kirkjuritið - 01.01.1961, Blaðsíða 44
Vísindamaður gerir grein íyrir guðstrú sinni. A. Cressy Morrison, fyrrv. forseti Vísindafélagsins í New York, gerir eftirfarandi grein fyrir því, að hann sé guðstrúar- maður: Vér erum enn í dögun vísindaaldar og síaukin birta opinberar æ skýrar handaverk skapandi vitsmunaveru. Vér höfum gert hverja risaupgötvunina á fætur annarri á þessum 90 árum, sem liðin eru frá því, að Darwin var uppi. Bæði hógværðarandinn, sem hæfir vísindunum, og sú trú, sem studd er staðreyndum, eflir vitund vora um Guð. Hvað sjálfan mig áhrærir, færi ég þessar sjö ástæður fyrir trú minni: í fyrsta lagi: Vér getum sannaö meö óyggjandi stœröfrœöi- lögmálum, aö alheimurinn hafi veriö hugsaöur og geröur uf stórkostlegum reikningssnillingi. Vér skulum gera ráð fyrir, að þú stingir tíu skildingum, sem merktir eru tölunum frá 1 upp í 10, í vasa þinn og hristir þá duglega. Síðan gerir þú tilraun til að taka þá upp úr honum í réttri röð með því að taka einn og einn, en stinga hverjum um sig jafnóðum aftur í vasann og rugla peningunum rækilega í hvert skipti. Samkvæmt stærðfræðireglum er sá möguleiki, að þú rambir rétt á fyrstu töluna, 1 á móti 10. Að þú dragir þá fyrstu og aðra í réttri röð einn á móti hundrað. Að þú dragir þrjár fyrstu tölurnar í réttri röð 1 á móti 1000 og þar fram eftir götunum. Sú tilviljun, að þú dragir allar tölurnar í réttri röð, er að kalla óskiljanleg eða eins og einn á móti tíu þúsund milljónum. Ef vér nú með þetta í minni leiðum hugann til alls þess, sem ekki má fara úr skorðum vegna lífsins á jörðunni, verður næsta ótrúlegt, að það sé allt háð einskærri tilviljun. Jörðin snýst með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.