Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1961, Blaðsíða 36

Kirkjuritið - 01.01.1961, Blaðsíða 36
30 KIRKJURITIÐ anna hefur ekki aðeins glætt kirkjulífið, heldur næstum því bjargað því sums staðar. Sigurður Birkis var mikill gæfumaður. Honum bauðst tæki- færi til að geta lagt sig allan fram fyrir stofnun, sem hann unni af alhug, og málefni, sem hann bar heitt fyrir brjósti. Það er siður í sumum erlendum kirkjum á páskunum, að kirkjuprestur eða kirkjuþjónn kveikir á kerti við altarislogið og ber það síð- an um kirkjuna og tendrar með því kerti þau, sem allir kirkju- gestir halda í höndum sér. Sigurður Birkis var slíkur maður í kirkju vorri. Sagt er, að enginn tónn deyi út, sem eitt sinn hefur verið vakinn. Víst er, að hljómar þess söngs, sem Birkis glæddi, eiga langalengi eftir að óma í hjörtum og á vörum íslenzkra safnaða. Honum verður því að vonum hvorki ljós- né starfsvant í þeirri veröld, sem hann nú hefur gist. Fögur minning. í bók Finns Sigmundssonar landsbókavarðar um Bólu-Hjálm- ar er getið kvæðis, sem skáldið orti í tilefni af veizlu, „sem Gísli Stefánsson, efnaður bóndi í Flatatungu, hélt nokkrum snauðum mönnum í sveit sinni, til minningar um son sinn, sem látizt hafði á bezta aldri af slysförum. Veitti hann fátæklingum rausnarlega og leysti þá út með gjöfum. Voru þessi viðbrögð Gísla, er hann bar að höndum, lengi í minnum höfð“. Samkvæmt kvæðinu voru veizlugestirnir „fatlaðir og van- færir vesalingar“ þrettán að tölu. Skipti Gísli 200 dölum á milli þeirra. En síðar segir svo: „Sett var samkvœmi sœtum skipaö; Guð og Gísli gengu um beina. Metast þurfti ei neitt um mannvirðingar, þar jafnmgjar sátu að sömu vistum.“ Fegurra erfi hefur vart haldið verið á íslandi. Gunnar Árnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.