Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1961, Blaðsíða 53

Kirkjuritið - 01.01.1961, Blaðsíða 53
Innlemlar fréttir. Frú Bentína H. Hállgrímsson andaðist í Englandi rétt fyrir jólin og var jarðsett í Reykjavík 3. jan. s. 1. Hún var fædd 7. júní 1878 og giftist séra Friðrik Hallgrímssyni síðar dómprófasti 5. júlí 1900. Frú Bentina var fyrirmannleg kona og mikil stoð manns síns í starfi hans bæði vestan hafs og austan. Hún átti frumkvæði að því, að mæðra- dagur var viðtekinn hérlendis og ræktaður skrúðgarður við suðurhlið dómkirkjunnar í Reykjavík. Vestra tók hún m. a. mikinn þátt í sunnu- dagaskólahaldi. Hún var vinsæl og virt af öllum, sem henni kynntust. Séra Sigurbjörn Á. G-íslason, prestur Elliheimilisins Grundar, varð 85 ára 1. jan. s. 1. Gegnir enn störfum sínum sem áður. Séra Ma.gnús Þorsteinsson, fyrrv. prestur á Patreksfirði, er látinn. Verður minnzt síðar. Minningargrein um hinn látna söngmálastjóra þjókirkjunnar, Sig- urð Birkis, eftir Ásmund Guðmundsson biskup, kemur í næsta hefti. Smekkleg safnaðarblöö voru gefin út bæði i Kópavogs- og Lang- boltssókn fyrir jólin. Jón Hnefill Aöalsteinsson guðfræðingur hefur verið skipaður og vígður prestur til Eskifjarðarprestakalls. Hóf þar starf sitt um jólin. Frk. Elísabet Helgadóttir, sem verið hefur afgreiðslumaður Kirkju- ritsins mörg undanfarin ár, lætur nú af því starfi um þessi áramót. Byrir hönd Prestafélags Islands leyfi ég mér að þakka henni fyrir vel unnin störf og ágæta samvinnu. Hinn nýi afgreiðslumaður, séra Ing- ólfur Þorvaldsson, er öllum að góðu kunnur, og vænti ég þess, að hann njóti góðs stuðnings, bæði af hálfu prestanna og lesenda ritsins yfirleitt. Ég þarf ekki að minna á, hversu mikið er undir því komið, að nýrra áskrifta sé aflað, og ritið stutt á hvern þann hátt, sem unnt er, svo að það nái sem bezt tilgangi sinum. — Jakob Jónsson, form. Prestafélags íslands. Erlendar fréttir. Carl Noack, fyrrv. biskup í Haderslev, er nýlátinn. Hann átti margt að baki, hafði m. a. verið hafnarverkamaður og unnið að landbún- aðarstörfum, áður en hann tók prestsvígslu. Þótti traustur maður og sérstæður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.