Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1961, Blaðsíða 22

Kirkjuritið - 01.01.1961, Blaðsíða 22
16 KIRKJURITIÐ Eigi að síður sá þáverandi forysta kirkjunnar ekki ástæðu til að halda þeirri messu fram, og var hún ekki aftur notuð á bænadegi. Næst var hún sungin við vígslu Selfosskirkju og síðan öðru hvoru þar, auk þess einu sinni í Skálholti og einu sinni á Akur- eyri. Og að nokkru í Odda og á Stórólfshvoli. Hvemig hafa undirtéktir almennings veriö viö þessari ný- breytni? — Messunni var tekið með alveg ótrúlegum fögnuði. Og reynslan er sú, að því meir sem gengið er til móts við þátttöku safnaðarins, því glaðara er fólk yfir messunni. Hver er aöalmunurinn á þessu messuformi og hinu venjulega? — Aðalmunurinn er sá, að eftir þessu formi er meira gert og tekur þó mun skemmri tíma. Þannig er miklu meiri hreyf- ing og hraði í þessari messu. Auk þess er hægt að hafa hrað- ann breytilegan, þegar maður sleppir hinum algera fjórraddaða söng á öllum liðum messunnar. Gerir þetta messuform meiri kröfur til söngkrafta prests og safnaöar? — Nei. Þessa messu má flytja alla án nokkurs söngs, og er það mjög tíðkað víða um lönd. Líka má nýtast við hina allra minnstu söngkrafta, og koma má að beztu söngkröftum, sem heimurinn á yfir að ráða og öllu þar í milli. í því efni vil ég benda á, að á Bessastöðum var nokkur hluti messunnar sung- inn með gregoriskum lögum, nokkuð með venjulegum fjórrödd- uðum söng og nokkuð með erfiðum kórlögum. Var svo valið, til að gefa hugmynd um hin fjölbreyttu skilyrði, sem messa þessi ræður yfir. Sú messa tók 65 mínútur. Þó var skotið inn í hana einsöng, sem tók fast að 5 mínútum, og kórlagi, sem var álíka langt. Hefði sú messa verið sungin með tómum gregorsk- um lögum, hefði hún tekið 49 mínútur, en ef hún hefði verið sungin með hinum venjulega fjórraddaða söng okkar, hefði hún tekið hátt á annan klukkutima. Telur þú nauösyn á aö auka starfsliö og búnaö kirknanna? — Það er margkunn staðreynd, að því fleiri sem þjóna við altari, því sterkari verða áhrif athafnarinnar, og ég tel rétt og nauðsynlegt, meira að segja skylt, að gera allt það, sem létt- ir mönnum leitina til samfélags við Guð. Prestur ætti aldrei að þurfa að vera einn við altari. Hver
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.