Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1961, Blaðsíða 29

Kirkjuritið - 01.01.1961, Blaðsíða 29
Pistlar. Vér eigum öll vort hlutverk. Sá Guð, sem var áður en fjöllin fæddust, ákvarðaði lögmál lífsins í árdaga og heldur stjórnartaumum alheimsins í hendi sinni, lét oss njóta slíkrar veðurblíðu árið sem leið, að það verð- ur lengi í minnum haft. Og bæði er það, að afkoma vor er svo háð sól og vindum og harpa sálar vorrar svo veðurnæm, að lík- legt væri, að vér lofuðum árgæzkuna að verðleikum. Hún var oss óneitanlega öllum gefin . Árið nýja, sem nú opnast oss líkt og svið, sem verið er að draga tjaldið frá, býður oss ný tækifæri tol að leysa af höndum hlutverk vort, gegna köllun vorri. Þetta kann sumum að finn- ast innantóm slagorð. Það er einn fylgifiskur styrjaldaráranna, að margir hafa tapað vegi og áttum og telja sig ekki eiga neitt erindi í lífinu. Nóbelsverðlaunaskáldið Pár Lagerkvist undir- strikar þetta skýrt í nýjustu sögu sinni, „Ahasverus död“, sem er nýkomin út. Þar segir önnur höfuðsöguhetjan á einum stað: ,,Menn velta því svo mikið fyrir sér, á hverju þeir eigi að lifa, tala um það alveg endalaust. En hvað á maður að lifa fyrir? Getur þú sagt mér það?“ Hvað á maður að lifa fyrir? Spámenn aldanna hafa aldrei verið í vafa um svarið við þeirri spurningu. Enginn hefur þó svarað henni skýrar en meist- ari vor og Drottinn: „Minn matur er að gera vilja þess, sem sendi mig og fullkomna hans verk.“ Að kristnum skilningi er þetta hlutverk allra manna. Boðorð Móse standa enn í gildi og dæmi hans ekki síður. Setan við kjötkatlana er hvorki takmark né fullnæging lífsins. Heldur heimt fyrirheitna landsrns. Ekki handan tíma og grafar, heldur hér á jörðu. Að Guðs vilji verði í lífi einstaklinga og þjóða. Að vér lifum, mennirnir, eins og bezt og fegurst og sælast verður lifað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.