Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1961, Blaðsíða 7

Kirkjuritið - 01.01.1961, Blaðsíða 7
Prestur og söfnuður fyrrum og nú. Ritstjóri Kirkjuritsins hefur boðið mér að skrifa nokkur orð í þetta hefti, vegna áramótanna. Liggur þá næst að hugleiða eitthvað, sem varðar ritið sjálft, útkomu þess, tilgang og verk- efni. Kirkjuritið er gefið út af Prestafélagi íslands, með stuðn- ingi biskupsembættisins, og það er ætlað bæði prestum og söfn- uðum hinnar íslenzku þjóðkirkju og raunar öllum almenningi í landinu. Eins og ósjálfrátt beinist hugur minn því að þeirri spurningu, hvernig samband prestsins og safnaðarins sé yfir- leitt í kirkju vorri og hafi verið fyrr á tíð? Mig langar til að bregða upp þrem myndum af íslenzkum prestum og söfnuðum frá ólíkum tímum, í stórum dráttum. Þegar svo er gert, má þó jafnan búast við, að mörg smáatriði falli undan, sem einhverjum lesendum finnist miklu varða, og verður þá vonandi auðvelt að fá rúm í ritinu fyrir leiðrétting- ar og fyllri frásögn. Fyrstu myndinni er stundum brugðið upp, þegar minnzt er á forna frægð íslenzku kirkjunnar, ekki sízt í sambandi við miklar minningarhátíðir. Þetta er mynd hinnar voldugu stofn- unar, sem hefur sterk pólitísk völd, safnar að sér miklum auði, hefur ráð á að kaupa eða láta gera mikil listaverk. Biskupar og prestar eru „kapítalistar", reka stór bú með aðstoð ráðs- manna og fjölda vinnufólks, en geta sjálfir veitt sér þá nautn að iðka vísindi, skrifa bækur, vera forystumenn í hagnýtri þekk- ingu, fræðarar almennings 1 verklegum og andlegum efnum. Hér eru arftakar hinna fornu goða, höfðingjar, sem litið er upp til. I hverri sveit ráða þeir mestu um framkvæmd hreppsmála, hafa á hendi forsvar þurfalinga og stjórn fátækramálefna. Þeirra kirkjulegu embættisverk eru þau að messa hvern helg- an dag á einhverri af kirkjum sínum, og oftast nær er stutt að fara. Söfnuðurinn sækir vel messurnar og rækir vel húslestra, 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.