Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1961, Side 7

Kirkjuritið - 01.01.1961, Side 7
Prestur og söfnuður fyrrum og nú. Ritstjóri Kirkjuritsins hefur boðið mér að skrifa nokkur orð í þetta hefti, vegna áramótanna. Liggur þá næst að hugleiða eitthvað, sem varðar ritið sjálft, útkomu þess, tilgang og verk- efni. Kirkjuritið er gefið út af Prestafélagi íslands, með stuðn- ingi biskupsembættisins, og það er ætlað bæði prestum og söfn- uðum hinnar íslenzku þjóðkirkju og raunar öllum almenningi í landinu. Eins og ósjálfrátt beinist hugur minn því að þeirri spurningu, hvernig samband prestsins og safnaðarins sé yfir- leitt í kirkju vorri og hafi verið fyrr á tíð? Mig langar til að bregða upp þrem myndum af íslenzkum prestum og söfnuðum frá ólíkum tímum, í stórum dráttum. Þegar svo er gert, má þó jafnan búast við, að mörg smáatriði falli undan, sem einhverjum lesendum finnist miklu varða, og verður þá vonandi auðvelt að fá rúm í ritinu fyrir leiðrétting- ar og fyllri frásögn. Fyrstu myndinni er stundum brugðið upp, þegar minnzt er á forna frægð íslenzku kirkjunnar, ekki sízt í sambandi við miklar minningarhátíðir. Þetta er mynd hinnar voldugu stofn- unar, sem hefur sterk pólitísk völd, safnar að sér miklum auði, hefur ráð á að kaupa eða láta gera mikil listaverk. Biskupar og prestar eru „kapítalistar", reka stór bú með aðstoð ráðs- manna og fjölda vinnufólks, en geta sjálfir veitt sér þá nautn að iðka vísindi, skrifa bækur, vera forystumenn í hagnýtri þekk- ingu, fræðarar almennings 1 verklegum og andlegum efnum. Hér eru arftakar hinna fornu goða, höfðingjar, sem litið er upp til. I hverri sveit ráða þeir mestu um framkvæmd hreppsmála, hafa á hendi forsvar þurfalinga og stjórn fátækramálefna. Þeirra kirkjulegu embættisverk eru þau að messa hvern helg- an dag á einhverri af kirkjum sínum, og oftast nær er stutt að fara. Söfnuðurinn sækir vel messurnar og rækir vel húslestra, 1

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.