Kirkjuritið - 01.09.1975, Page 9

Kirkjuritið - 01.09.1975, Page 9
°9 ekki einfalt. ÞaS verður stöðugt erfiðara. Stjórnmálamaðurinn hefur ekki jafngott samband við kjósendurna °9 báðir aðilar gjarna vildu, en hitt er enn verra, að nú fjalla sérfræðingar um öll mál, þegar þau eru í undirbún- 'ngi. Það er erfitt fyrir leikmanninn og J^fnvel stjórnmálamanninn líka að skilja málavöxtu og sérheiti, sem eru notuð. Getur verið að valdið sé ekki allt hjá frngmönnum heldur hjá skrifstofu- mönnum ráðuneytanna, bönkum o. s. frv.? Já, það getur verið, en það gefur °kkur samt ekki nægt tilefni til að yf- lrgefa það stjórnarform, sem nú ríkir °g gefst þrátt fyrir allt allvel. Við vinnum fremur að jöfnum umbótum inr>an kerfisins. þaS er ákaflega mikil hreyfing í átt *ii lýðræðis á öllum sviðum nú. Þar er Urr> að ræða hvers kyns stofnanir t. d. skóla. Þar eiga foreldrar, starfsfólk og aðnr að hafa nokkur áhrif. Þetta aiit er enn of nýtt og óreynt til að hægt Se að vita hvort þetta geti tekist, ^egar á reynir. Við óttumst að þarna uPphefjist mikið gervilýðræði, mikið Verði talað og pappírarnir flæði yfir en hinar raunverulegu ákvarðanir verði teknar á sömu stöðum og áður. Þá er hætt við að ýmsir taki að þreytast a lýðræðinu og þá er því hætta búin. ^ betta mun reyna mjög fljótlega og bað er spennandi að sjá hvernig fer. ^kólinn gæti orðið mjög mikilvægur staður til að þjálfa menn til þátttöku ' |ýðræðissamfélaginu. Til þess að það megi takast verða hinir almennu fund- lr að fá raunverulegt vald. — Frú Solli, þú stjórnar umræðuhópi á kristilega stúdentamótinu, sem fjall- ar um hjónabandið, heimilið og upp- eldi barna. Telur þú að lýðræði eigi við innan heimilis eða ber að stjórna því á annan hátt? — Nú, með lýðræði er venjulega átt við að meirihlutinn skuli ráða. Þetta er ekki mögulegt á heimilum, þar sem aðilarnir eru svo mjög misjafnir að aldri og þroska. En hitt er annað mál, að allir eiga að fá að vera með ( að ræða málin áður en ákvörðun er tekin og það ber að taka tillit til sjónarmiða allra. Með þetta í huga tel ég að æfa megi börn í lýðræði þegar heima fyrir. Það er vel hugsanlegt að sá yngsti komi með bestu hugmyndina. Sá yngsti getur þó ekki tekið hina endan- legu ákvörðun. — Hver telur þú að sé helsta ástæðan fyrir unglingavandamálunum í dag? Börn virða ekki vald foreldra sinna o. s. frv. — Almenn höfnun kristinna grundvall- arsjónarmiða hefur leitt til hiks og upplausnar. Vandamálið er fremur það, að foreldrarnir virða sjálfir ekki vald sitt. En þarna eru kristnir foreldrar ein- mitt betur settir en þeir, sem ekki eru trúaðir. Þeir vita að þeir hafa mynd- ugleika og þeir vita hvaðan hann kemur, því að sjálfir hafa þeir þeygt sig undir vald Guðs, sem segir: þú skalt ala barn þitt upp í trú og góðum verkum. Ég kenni í þrjósti um það unga fólk, sem nú er að vaxa upp og verður senn foreldrar með svo slæman undirbúning. Ég tel ekki orsakanna vera að leita í auknu lýðræði heldur 167

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.